Tortillupizzur í uppáhaldi – tilvalið að nota afganga

Tortillupizzur í uppáhaldi - tilvalið að nota afganga

 • Servings: 1 – 2 á mann
 • Print

Uppruni

Gerða, vinkona mín, sagði mér um daginn frá tortillupizzum sem hún bjó til. Hún notaði bara það sem til var í ísskápnum og sagði að það færi líka eftir því hvernig lægi á henni í það og það skiptið. Ég ákvað að prófa þegar afgangarnir voru orðnir plássfrekir í mínum ísskáp. Bjó að vísu til klettasalatspestó þar sem það á svo vel við margt. Notaði afganginn af parmesan kjúklingaréttinum – skar niður kjúklingabringurnar og er frábært að setja basil sósuna yfir eftir að tortillupizzan er komin úr ofinunum. Það má segja að þessar pizzur hafi þegar slegið í gegn á heimilinu.

Hráefni

 • Tortillur – herbs & garlic wrap

Hugmyndir að áleggi

 • Hot chlili sósa – góð frá Sriracha (fæst í Hagkaupum)
 • Sveppir
 • Rauðlaukssneiðar – gott að láta þær liggja aðeins í vatni
 • Bitar af mosarellakúlu
 • Aðeins af rifnum mosarellaosti – ekki of mikið
 • Piparostur
 • Afgangar af kjöti eða fiski – t.d. parmesan kjúklingur
 • Paprikusneiðar
 • Rautt pestó
 • Ólífur
 • Hvítlaukur
 • Ofnsteikt beikon
 • Heimatilbúin tómatsósa
 • O.fl. sem til fellur

Hugmyndir að áleggi eftir að tortillan kemur úr ofninum

 • Klettasalatspestó
 • Salat
 • Sýrður rjómi – hrærður eða basilsóa
 • Tómatar
 • Baunaspírur

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 225 °C (yfir- og undirhiti)
 2. Tortilla sett í ofnskúffu með bökunarpappír
 3. Gott að setja aðeins af hot chilli sósu fyrst og síðan það sem hver og einn heldur upp á miðað við úrvalið í ísskápnum
 4. Sett inn í ofn – í efstu rim – bakað í 2½ – 3 mínútur
 5. Gott að setja salat, klettasalatpestó, basilsósu og/eða sýrðan rjóma yfir

IMG_5152

IMG_5153

Gerðuútgáfa

gerda

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*