Mjög gott byggsalat

Mjög gott byggsalat

  • Servings: fyrir 3 - 5
  • Difficulty: meðal
  • Print

Hanna_skrift_alpha_03

Uppruni

Mig langar til að nota meira bygg í matargerðinni  og bjó því til þennan rétt um daginn. Eldri börnunum fannst hann góður og eru búin að biðja um hann aftur. Húsráðendur voru sammála og gott að hlutföllin voru skráð niður. Þetta salat verður alveg örugglega búið til aftur.

Forvinna

Hægt að sjóða byggið áður, steikja laukinn og blanda öllu saman nema rjómanum og ferska kryddinu.

Hráefni

  • Rúmlega 5 dl soðið bygg (2 dl bygg, 6 dl vatn, lárviðarlauf og 1 tsk salt – notaði nær allt)
  • 1 laukur – saxaður
  • ½ msk engifer – rifið
  • Olía (1 msk) og flís af smjöri til steikingar
  • 2 hvítlauksgeirar – saxaðir
  • 1 dl parmesanostur – rifinn gróft
  • 1 dl frosnar maísbaunir
  • 1 tsk limesafi
  • Svartur pipar úr piparkvörn
  • Ríflega 3 msk saxaður ferskur graslaukur
  • 1 msk fersk persilja – söxuð
  • 1 msk fersk salvía – söxuð
  • 1 dl rjómi

Verklýsing

  1. Bygg sett í pott og vatn látið fljóta vel yfir. Suðan látin koma upp og hrært í nokkra stund. Þá er vatninu hellt af og nýtt vatn látið renna í pottinn – látið renna af – með þessum hætti fer sterkjan úr bygginu og það verður bragðbetra
  2. Vatnið sem byggið er soðið í (6 dl) er nú sett í pottinn ásamt bygginu, lárviðarlaufi og salti – suðan látin koma upp, hiti lækkaður – soðið í 40 mínútur
  3. Eftir suðu – ef vatn er eftir í pottinum er það síað frá bygginu
  4. Olía og smjör sett á pönnu – laukur og hvítlaukur látnir malla á lágum hita í 15 mínútur eða þar til laukurinn verður glær – hræra í öðru hvoru
  5. Soðna bygginu bætt við ásamt parmesanosti – hitað og blandað saman
  6. Maís bætt við – maísinn fór frosinn á pönnuna – blandað saman
  7. Limesafa bætt við og piprað
  8. Rjóma og fersku kryddjurtunum blandað saman og bætt við í lokin. Hrært vel saman og hitað

Á vel við

Byggsalatið er gott með ýmsum fisk- og kjötréttum. Til dæmis með Parmesan kjúklingaréttinum.

Geymsla

Geymist ágætlega í kæli yfir nótt.

IMG_5149

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*