Belgískar vöfflur – fljótlegar og einfaldar

Belgískar vöfflur - fljótlegar og einfaldar

  • Servings: /Magn:tæplega 20 vöfflur
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Uppskriftina fékk ég hjá Dagnýju, vinkonu minni, fyrir nokkrum árum en hún kemur upphaflega úr Gestgjafanum.

Forvinna

Deigið má laga eitthvað áður og stundum er bara betra að láta það standa aðeins.

Hráefni

  • 500 g hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 100 g sykur
  • ½ tsk hjartarsalt
  • 8 dl mjólk
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 150 g smjör – brætt

Verklýsing

  1. Öllu hráefni blandað saman – hrært vel í
  2. Gott að láta deigið aðeins standa á meðan vöfflujárnið er að hitna
  3. Bakað – ágætt að smyrja aðeins járnið með smjöri eða olíu. Til að vöfflurnar verði stökkar er betra að láta þær bíða á grind eftir bakstur

Borið fram með

Rjóma, ís, súkkulaðisósu, sultu og/eða karamellsusósu.

img_1596

 

Ef vöfflurnar eru settar á grind strax eftir bekstur verða þær stökkari

img_1597

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*