Marineruð úrbeinuð kjúklingalæri

Marineruð úrbeinuð kjúklingalæri

  • Servings: 3 - 4
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi réttur er alveg sérstaklega góður.  Hann er í miklu uppáhaldi hér á bæ og er sérstaklega gott að bjóða upp á muhammara kryddsósu og sítrónusósu með.  Mér finnst best að nota úrbeinuð kjúklingalæri og marinera þau en einnig er hægt að nota kjúklingalæri með beini.

Hráefni

  • U.þ.b. 700 g úrbeinuð kjúklingalæri eða 6 kjúklingalæri
  • 1 tsk paprikuduft
  • 1 tsk cumin
  • ½ tsk kanill
  • ¼ tsk kardimomma
  • ½ g saffran (1/8 tsk)
  • ½ dl hrein jógúrt
  • 1½ – 2 msk hunang
  • 1½ tsk salt
  • 1 tsk nýmalaður pipar

Verklýsing

  1. Öllu hráefni blandað saman og kjúklingalærin sett í blönduna. Hægt að láta kjötið marinerast í skál eða plastpoka að minnsta kosti í 4 klukkustundir eða í kæli yfir nótt
  2. Kjúklingalærin grilluð eða steikt þar til þau eru steikt í gegn (ef ég nota ofninn stilli ég hann á  180°C og hef kjúklingalærin þar inni í 15 – 20 mínútur – sný þeim við 1 – 2 sinnum.  Mér finnst ágætt að að stilla svo á grill í lokin til að fá fallegan lit á kjúklinginn)

Meðlæti

Sítrónujógúrt, muhammara kryddsósa, salat og hrísgrjón eða kúskús. Einnig gott að bjóða upp á harissa kryddmauk (fæst í Istanbúl í Ármúla).

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*