Sítrónujógúrtsósa

Sítrónujógúrtsósa

 • Servings: /Magn: 1 skál
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Fann þessa uppskrift í blaði – frískandi og góð sósa sem passar vel með ýmsum sterkum mat og grillmat.

Forvinna: Sósuna má búa til daginn áður.

Hráefni

 • 3 dl hrein jógúrt eða grísk jógúrt
 • 1 lífræn sítróna – safi og börkur
 • 2 hvítlauksrif – pressaður eða saxaður
 • 2 tsk cumin
 • 3 msk olía
 • Saltflögur og nýmalaður pipar

Verklýsing

 1. Börkur rifinn fínt og safinn kreistur úr sítrónunni
 2. Öllu hráefni blandað saman – saltað og piprað í lokin

Geymsla: Sósan geymist mjög vel i kæli.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*