Frábær muhammara kryddsósa

Frábær muhammara kryddsósa

 • Servings: /Magn: 1 skál
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi góða sósa á vel við með ýmiss konar grillmat og kjötréttum.  Gott að eiga hana í kæli.

Hráefni

 • 2 rauðar paprikur – u.þ.b. 300 g – kjarnhreinsaðar
 • 1 dl valhnetur
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1½ – 2 msk granateplasíróp (fæst í Istanbul market í Ármúla)
 • ¼ tsk cumin
 • ¼ dl ólífuolía
 • ¼ dl fersk persilja/steinselja – söxuð smátt
 • Salt og pipar
 • Skraut: granatepli, valhnetur, steinselja og olía

Verklýsing

 1. Ofninn stilltur á 250°C
 2. Paprikur – skornar í tvennt og kjarnhreinsaðar. Helmingarnir settir á ofnplötu með bökunarpappír – skurðendarnir látnir snúa niður (sjá mynd)
 3. Grillað ofarlega í ofninum þar til hýðið fer að taka lit (u.þ.b. 15 mínútur) . Tekið úr ofninum og látið kólna aðeins
 4. Hýðið tekið af – gott að nota hníf til þess. Látið kólna alveg
 5. Allt nema olía og steinselja sett í matvinnsluvél og maukað saman. Olíu hellt út í og aðeins blandað saman
 6. Steinselju blandað saman við í lokin – saltað og piprað. Maukið sett í skál og skreytt

Geymsla: Geymist vel í lokuðu íláti í kæli í a.m.k. eina viku.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*