Hasselback kartöflur – í uppáhaldi

Hasselback kartöflur - í uppáhaldi

 • Servings: fyrir 8
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu og fylgdi hún henni frá Svíþjóð á sínum tíma. Hasselback er mjög gott með ýmsum tegundum af kjöti og hefur oft verið borið fram með lambasteikinni. Kartöflurnar eru stundum flysjaðar og stundum ekki – alveg eftir því hversu vel þær líta út.

Forvinna

Hægt er að skera kartöflurnar áður og vera búin að ausa yfir þær tvisvar (sjá 5. í verklýsingu). Kartöflurnar eru bestar beint úr ofninum þannig að ef það er lengra en 15 mínútur í matinn þá er best að bíða með að ausa í þriðja skiptið. Ef biðin er mikið lengri er gott að hita kartöflurnar í 5 mínútur, ausa og setja raspið ofan á.

Hráefni

 • 1½ kg kartöflur
 • U.þ.b. 40-50 g smjör
 • Salt
 • U.þ.b. 1½ msk rasp
 • 3-4 msk rifinn parmesanostur

Verklýsing

 1. Kartöflurnar afhýddar ef með þarf – smekksatriði
 2. Ofninn hitaður í 225-250°C
 3. Kartöflurnar skornar í litlar sneiðar til hálfs. Það er hægt að gera með því að nota sérstakan hasselback skurðarkubb.  Ef hann er ekki til á heimilinu má nota skurðarbretti og hníf en þá er kartöflunni stillt upp við hliðina á brettinu og skorið þangað til hnífurinn  stoppar við brettið – sjá mynd fyrir neðan
 4. Kartöflurnar settar í eldfast mót og smjörklípur settar hér og þar ásamt smá af salti
 5. Fatið sett inn í ofn og stillt á 10 mínútur. Þá er fatið tekið út og bræddu smjörinu í botni fatsins ausið yfir kartöflurnar – gott að halla fatinu, taka eina kartöflu frá til að ná vel að ausa yfir hinar
 6. Kartöflurnar eru settar aftur inn og leikurinn endurtekinn – stillt á 10 mínútur og ausið
 7. Raspi og rifnum parmesanosti blandað saman
 8. Þegar búið er að ausa í þriðja skiptið er blöndu af raspi og osti sett ofan á – bakað í 15 mínútur

Gott með

Gott meðlæti með allskyns kjöti og ýmsum grillmat.

hasselbak

IMG_0272

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*