Mojito-ostakaka í glasi

Mojito-ostakaka í glasi

 • Servings: /Magn: u.þ.b. 20 lítil glös
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Forvinna

Þennan rétt er hægt að búa til daginn áður og geyma í kæli.

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr matarblaði sem kom út fyrir nokkrum árum. Þetta var í eftirrétt í stórafmæli húsbóndans og var alveg glimrandi gott.

Hráefni

 • 150 g kex t.d. Lu-kanilikex eða diggest hafrakex
 • ½ dl vatn
 • 100 g hrásykur
 • 3 límónur (lime) – helst lífrænar
 • 5 msk romm
 • Handfylli af myntulaufum – smátt söxuð
 • 400 g rjómaostur – philadelfiaostur
 • 200 g sýrður rjómi
 • 1½ dl rjómi, þeyttur
 • 1 poki litlar marengskökur eða heimabakaðar marengskökur
 • 2 límónur (lime), mjög þunnar sneiðar
 • Myntulauf til skrauts

Verklýsing

 1. Kex mulið í botninn á litlum glösum
 2. Sykur og vatn soðið saman þar til sykurinn er uppleystur
 3. Börkur af límónum rifinn og honum bætt við sykurblönduna
 4. Límónur skornar og safinn kreistur úr þeim – bætt út í
 5. Rommi og myntu bætt saman við – blandan kæld
 6. Rjómaostur mýktur og sýrðum rjóma bætt við – blandað saman
 7. Sykurblöndunni hellt út í og blandað vel
 8. Rjómi þeyttur og bætt við varlega með sleikju
 9. Ostablöndunni hellt í glösin – ofan á kexið
 10. Skreytt með marengsköku, límónusneið og myntulaufi

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*