Einfaldir marengstoppar – gott að eiga

Einfaldir margengstoppar – gott að eiga

  • Servings: /Magn: 50 – 80 stk háð stærð
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er frá mömmu. Hún hefur oft búið til marengstoppa þegar hún hefur átt afgangs eggjahvítur í kæli. Hún notar þá sem skraut á eftirrétti eða með ís og súkkulaðisósu. Topparnir eru mjög vinsælir hér á bæ en ég hef oft búið þá til og haft t.d. ofan á Mojito-ostaköku í glasi.

Hráefni

  • 4 eggjahvítur
  • 120 – 140 g sykur

Verklýsing

 

  1. Ofninn hitaður í 100°C (blástur)
  2. Eggjahvítur þeyttar þannig að freyði vel, sykrinum bætt út í – litlu í einu. Þeytt þar til hræran myndar stífa toppa
  3. Blandan sett í einnota/margnota sprautu. Toppar sprautaðir á bökunarpappír – sjá mynd fyrir neðan.
  4. Bakað í 1 klukkustund – má hafa allar plöturnar í ofninum í einu ef stillt er á blástur. Látið kólna í ofninum

 

Geymsla

Kökurnar geymast vel í lokuðu boxi.

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*