Súkkulaðigóðgæti með núggati og hnetum – einfalt og gott

Súkkulaðigóðgæti með núggati og hnetum – einfalt og gott

 • Servings: Magn: 1 plata u.þ.b. 35 x 55 cm
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Stundum finnst mér gaman að útbúa eitthvað einfalt og gott með kaffinu. Fínt að eiga svona góðgæti í ísskápnum ef einhver kemur óvænt í kaffisopa.

 

Hráefni

 • 150 g suðusúkkulaði – helst 70% (eða sambland af suðusúkkulaði og 70%)
 • 150 g núggat
 • U.þ.b. 2 dl hnetu- og fræblanda – saxað gróft (gott að hafa saltaðar cashewhnetur, möndlur, pistasíuhnetur og graskersfræ)
 • 1- 2 msk hvítt súkkulaði (má sleppa)
 • Saltflögur

 

Verklýsing

 1. Súkkulaði og núggat hitað rólega yfir vatnsbaði – blandað saman með sleif.  Hvíta súkkulaðið sett í lokin
 2. Þegar blandan er orðin slétt og fín er henni hellt ofan í ofnskúffu með bökunarpappír á og dreift úr henni – smekksatriði hversu þykk súkkulaðiplatan á að vera
 3. Bökunarplatan látin kólna aðeins. Þegar súkkulaðiblandan hefur aðeins tekið sig er hnetumulningnum dreift yfir og aðeins af saltflögum – sett í kæli
 4. Platan er brotin eða skorin niður. Gott að geyma bitana í lokuðu íláti í kæli.
 5. Bitarnir verða fljótt mjúkir þannig að best er að bera þá á borð rétt áður en á að gæða sér á þeim

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*