Hreindýraveisla - fullkomin blanda
Uppruni
Þessi hreindýraveisla á rætur sínar að rekja til Elsu og Hansa en þau hafa sett saman máltíð þar sem allt smellur svo vel saman. Steikingartæknin á ekki að klikka en gert er ráð fyrir að notaður sé betri biti af hreindýrinu. Algjörlega hægt að gera sér dagamun með þessari fantagóðu uppskrift.
Forvinna
Perurnar og perlulaukinn má útbúa daginn áður.
Tímaröðun
Best er byrja á perunum, perlulauknum, sósunni og sjóða kartöflurnar. Gott að taka kjötið út tímanlega og leyfa því að ná stofuhita. Það tekur u.þ.b. 30 mínútur að matbúa kjötið.
Hráefni
Kjöt
- 800 g biti af hreindýrakjöti eins og t.d. mjöðm, klumpur, file, lund eða innra læri
- Salt og pipar
Kartöflur
- 1½ kg kartöflur
- ½ l rjómi
- 2 – 3 stilkar ferskt timjan
- Salt
Sósa
- 2 stk gulur laukur – saxaður smátt
- 5 stk sellerístilkar – skornir í bita
- 200 g gulrætur – skornar í sneiðar
- Vatn – flýtur vel yfir grænmetið
- 3 stilkar ferskt timjan
- 4 dl rauðvín
- Ögn af balsamikediki
- Ögn af sætu eins og rifsberjahlaup
- 3 – 4 msk sósuþykkni
- Klípa af köldu smjöri
- 1 – 2 msk villisveppir – muldir í morteli (má sleppa)
Sykurleginn perlulaukur
- 300 g perlulaukur
- 2 msk olía
- 2 – 4 msk sykur
- 2 msk balsamikedik
- 1 dl rauðvín
- 2 – 3 stk timjangreinar
- 1 lárviðarlauf
Niðursoðnar perur
- 10 stk negulnaglar
- 2 stk kanilstangir
- 3 – 4 perur flysjaðar og steinhreinsaðar – skornar í fjóra báta
- 1 dl rauðvín
- ½ dl grenatin
- 1 dl rifsberjahlaup
- 1 dl sykur
- U.þ.b. ½ l vatn
Verklýsing
Kjöt
- Ofn hitaður í 180°C
- Kjötið snyrt og snöggsteikt á pönnu – báðar hliðar
- Kjötið lagt í eldfast mót eða í ofnskúffu með bökunarpappír undir. Sett inn í ofninn í 10 mínútur. Tekið úr ofninum í 5 mínútur – endurtekið tvisvar. Ef bitinn er þykkur má gera þetta einu sinni enn. Hægt að setja kjöthitamæli í til að fylgjast vel með steikingunni. Þegar kjötið er komið í 55°C má taka það út og láta jafna sig. Saltað og piprað
Ef kjötið er hægeldað í potti
- Ofninn stilltur á 70°C (blástur)
- Kjötinu lokað – það má gera á heitri pönnu eða á grilli. Mikilvægt í báðum tilfellum að hita grillið eða pönnuna mjög vel. Kjötinu er lokað á öllum hliðum
- Kjötið lagt í pottinn. Lokið sett á pottinn og inn í ofn. Kjöthitamæli stungið í mitt kjötið
- Þegar kjötið er komið í 52°C er hitinn lækkaður í 60°C og þar getur kjötið verið nánast endalaust án þess að steikjast of mikið. Kjötið má alveg fara upp í 55°C. Gera má ráð fyrir 2 klukkustundum í eldunartíma
- Kjötið er tekið úr pottinum og lagt á bretti. Okkur finnst betra að skera kjötið í þunnar sneiðar en það er persónulegt hversu þykkar sneiðarnar eiga að vera. Þar sem kjötið hefur eldast í rólegheitum er ekki þörf á að láta það jafna sig heldur skorið strax í sneiðar. Gott að mylja svörtum pipar yfir og strá saltflögum
Kartöflur
- Kartöflur soðnar – ágætt að flysja þær fyrst
- Rjómi, timjangreinar og soðnar kartöflur látið malla á pönnu í nokkurn tíma þar til rjóminn þykknar
Sósa
- Smáskorinn laukur steiktur í smjöri – látinn malla þangað til hann verður glær
- Sellerí- og gulrótarbitum bætt við og hitinn aðeins hækkaður
- Vatn sett út í ásamt timjangreinum – látið sjóða niður í dágóðan tíma (u.þ.b. 15 mínútur)
- Grænmetið sigtað frá og vatnið/soðið sett í pott. Rauðvín, balsamikedik, rifs og villisveppaduft sett út í. Sósujafnara bætt við – hrært og suðan látin koma upp
- Í lokin er kalt smjör sett út í – hrært
Sykurleginn perlulaukur
- Perlulaukur settur í pott með vatni. Suðan látin koma upp – kælt – þá er auðveldara að taka hýðið af
- Olía sett á pönnu – hitað – perlulaukurinn steiktur
- Sykri bætt við – gott að hafa góðan hita – sykurinn látinn brúnast aðeins
- Balsamikediki, rauðvíni, timjan og lárviðarlaufi bætt við. Látið malla þar til lögurinn þykknar
Niðursoðnar perur
- Allt sett í pott og soðið í 20 mínútur. Sett í skál
Niðursoðnar perur
Sykurleginn perlulaukur
Sósan
Kartöflur
Kjöt
Kjötið lokað á grillinuKjötið fyrir og eftir hægeldun í potti (safinn sem safnast í botninum er bætt í sósuna)