Smjörsteikt humarloka – syndsamlega góð

Humarloka af einföldustu og bestu gerð

  • Servings: /Magn: 1 - 1½ á mann
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Í sumar fékk ég svo góða humarloku … hún var svo góð að ég gat ekki gleymt henni.  Þar sem það gengur ekki upp að  skreppa austur á Höfn til þess eins að gæða sér á humarloku var ekkert annað í stöðunni en að prófa sig áfram heima í eldhúsi.  Ég baka Brioce hamborgarabrauð til að hafa með.  Þessi einfalda og fljótlega hitaeiningabomba er mjög vinsæl á heimilinu… og hverrar hitaeiningar virði.

 

Forvinnsla

Gott að taka humarinn úr frysti daginn áður og láta hann þiðna í kæli yfir nótt.  Ath. mjög sniðugt að setja humarinn í sigti og láta vökvann, sem rennur af, í krukku og inn í frystinn.  Þá er til soð í humarsúpu, fennelrisotto eða fiskisúpuna.

Hráefni

  • 150 g skelflettur humar á hverja loku (fæst t.d. í Fiska)
  • hvítlauksrif – pressað – smekksatriði hversu mikinn hvítlauk fólk vill hafa
  • Vel af smjöri
  • Eðal hvítlaukssalt frá Pottagöldrum.  Einnig er gott að blanda saman gulum sinnepsfræjum, kóriander fræjum, rósapipar og hvítlaukssalti

Meðlæti

 

Verklýsing

  1. Smjör brætt á pönnu og hvítlauki bætt við
  2. Hitinn hækkaður og humarinn snöggsteiktur og kryddaður – sjá myndband.  Ath. ekki henda vökvanum sem kemur af – upplagt að setja í krukku og frysta til að eiga í t.d. fiskisúpuna
  3. Hamborgarabrauðin hituð… kokteilsósa sett á ásamt salati og humri

Meðlæti: Franskar eða kartöfluskífur/strimlar í ofni

 

 

Það er mjög gott að blanda saman sinnepsfræjum, kórianderfræjum og rósapipar og mylja aðeins í morteli.  Hvítlaukssalti bætt svo saman við – ég nota u.þ.b. 1 tsk af hverju (fræjum og pipar)  en 3 tsk af hvítlaukssalti  þegar ég er með 1,5 kg af humri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*