Plómulostæti í leirpotti

Plómukaka - einfalt og gott

 • Servings: /Magn: 5 - 6
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

 

Uppruni

Á haustin þegar plómurnar falla af trjánum er upplagt að baka plómuköku þ.e.a.s. fyrir þá sem eru með slíkt í garðinum.  Annars er bara að skella sér í ávaxtadeildina og ná sér í nokkrar plómur.  Fékk þessa uppskrift hjá Áslaugu frænku minni þegar hún sá allar plómurnar sem plómutréð mitt gaf af sér þetta árið. Svo einfalt og gott í eftirrétt eða með sunnudgaskaffinu.

Hráefni

 • 100 g smjör
 • 175 g sykur
 • 2 egg
 • 1 tsk lyftiduft
 • 150 g hveiti
 • 6 – 8 plómur – fer eftir stærð
 • Ögn af flórsykri
 • Ögn af sítrónusafa

 

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 175°C (blásturstilling)
 2. Smjör og sykur hrært saman þar til blandan verður létt og ljós. Eggjum bætt við – einu í einu
 3. Hveiti og lyftidufti hrært saman við
 4. Deigið sett í leirpott eða í eldfast fat/smelluform (u.þ.b. 22 – 24 cm þvermál)
 5. Plómur steinhreinsaðar og settar hér og þar ofan á deigið
 6. Aðeins af sítrónusafa og flórsykri dreift yfir
 7. Bakað í ofni í 45 mínútur

Meðlæti:  Þeyttur rjómi eða vanilluís

Geymsla:  Best nýbakað en einnig líka mjög gott í 1 – 2 daga.  Bara að velgja aðeins og bera fram með rjóma eða ís.

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*