Brakandi góðar avókadórúllur með frábærri dippsósu

Djúpsteiktar avókadórúllur með dippsósu

  • Servings: /Magn:15 - 22 rúllur
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Avokadorolls er eitt að því sem mér finnst alveg svakalega gott.  Þær hef ég t.d. fengið á Cheesacake Factory en það er ekki alveg í boði að skreppa á þann stað þannig að eina í stöðunni er að prófa að matreiða réttinn sjálfur.  Ég er búin að gera nokkuð margar tilraunir með sósuna og held að loksins sé komin góð útgáfa af henni.  Þessi réttur er frábær sem forréttur eða smáréttur og ætti að gleðja þá sem kjósa frekar grænmetisrétti.

Forvinnsla

Sósuna má búa til fyrr um daginn eða daginn áður. Hægt er að útbúa rúllurnar og fordjúpsteikja þær.  Þá er ekkert eftir nema að djúpsteikja þær aftur örstutt rétt áður en þær eru bornar fram.  Einnig má halda þeim heitum með því að stinga þeim inn í 70°C heitan ofn – bara ekki of lengi.

 

Hráefni

Avókadórúllur

  • 4 – 5 mátulega þroskuð avókadó – skorin í bita og aðeins maukuð (einnig hægt að nota frosin)
  • 1 stk rauðlaukur – saxaður smátt
  • 2 stk rauður chilipipar – fræhreinsaðir að mestu og saxaðir smátt
  • 4 msk ferskt koriander – saxað smátt
  • Pipar og saltflögur
  • Safi úr einu lime/límonu
  • Frosnar Tyj spring roll pastry (fást t.d. í Fiska) – hægt að hafa þær bæði litlar og stórar

 

Dippsósa

  • ½ dl ferskt kóríander – saxað
  • 2 stk hvítlauksrif – pressuð
  • Cumin á hnífsbroddi
  • ½ msk hunang
  • ½ tsk hvítvínsedik
  • 1 – 1½ dl olía
  • ½ tsk sesamfræ
  • 8 – 10 stk cashewhnetur – saxaðar
  • Nokkrir dropar af tamarí sósu
  • 1 tsk tahini
  • Pipar og saltflögur

Verklýsing

Avókadórúllur

  1. Pastry kökurnar teknar úr frysti og látnar þiðna aðeins – þá er betra að ná þeim í sundur
  2. Avókadóbitar, saxaður rauðlaukur, chilipipar og kóriander sett saman í skál.  Lime kreist yfir, saltað og piprað – blandað saman og avókadóbitarnir maukaðir aðeins með gaffli
  3. Skeið af avókadómauki sett á eina köku og hún rúlluð upp (sjá myndband). Það er smekksatriði hversu mikið er sett í hverja rúllu.  Best að bleyta hliðarnar á hverri köku með fingrunum svo að deigið festist betur saman.  Þá eru minni líkur á að rúllan opnist i djúpsteikingunni
  4. Olía sett í djúpa pönnu eða pott.  Olían hituð og rúllurnar djúpsteiktar á hvorri hlið (sjá myndband)

 

Dippsósa

  1. Allt hráefni sett í skál og blandað saman

Meðlæti

  • Vorlaukur – saxaður
  • Ferskt kóriander
  • Salatblað
  • Saltflögur

 

 

 

Dippsósan

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*