Súrdeigsbrauð – verður varla betra

Súrdeigsbrauð með spínati og fetaosti

 • Servings: /Magn: 1 stórt eða tvö lítil
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Ég fæ aldrei leið á því að prófa nýjar útfærslur á súrdeigsbrauði.  Hér kemur útgáfa sem er frábær fyrir bragðlaukana. Hægt er að gera eitt stórt brauð eða tvö lítil úr þessari uppskrift – einnig má auðveldlega helminga uppskriftina ef stórt brauð er of mikið.

Forvinnsla 

Upplagt að byrja að morgni … láta deigið standa úti allan daginn.. gera þrískiptinguna um kvöldið. Karfan með deiginu sett í kæli yfir nótt.  Ágætt að taka körfuna út  3 – 4 tímum áður en brauðið er bakað.

 

Hráefni

 • 350 g vatn
 • 100 g súrdeigsgrunnur
 • 50 g heilhveiti
 • 450 g hveiti
 • 175 – 200 g fetaostur – skorinn í bita
 • 4 dl ferskt spínat
 • 10 g saltflögur
 • 20 g vatn

 

Verklýsing

 1. Öllu blandað saman nema salti og 20 g af vatni.  Látið standa í 30 – 40 mínútur
 2. Salti og 20 g af vatni bætt við –  hnoðað saman með hendinni – sjá myndband
 3. Sett í skál eða lokað ílát og látið hefast í 8 – 10 klukkustundir við stofuhita. Ef það myndast tækifæri til að láta deigið falla öðru hvoru á höndina (sjá súrdeigsbrauð með ást og umhyggju) þá spillir það ekki fyrir en er alls ekki nauðsynlegt
 4. Ílátinu snúið við og sett á hveitistráð borð. Deigið látið falla á borðið.  Ef tími er til þá er gott að leyfa deiginu að jafna sig í 20 – 30 mínútur. Gott að blanda saman maizenamjöli og vatni til að pennsla í körfuna – þá loðir minna við.  Þrískiptingin gerð og kúla mótuð – sjá myndband.  Sett í körfu og látið standa við stofuhita í 3 – 4 klukkustundir eða sett í kæli yfir nótt (eða lengur)
 5. Ofninn stilltur á 250°C (yfir- og undirhiti) – leirpottur látinn hitna með ofninum.  Ágætt að taka deigið fyrr út eða alveg upp í 3 – 4 klukkustundir áður en það er bakað
 6. Deigið sett í heitan pottinn… skorið mynstur í brauðið.  Bakað í 30 mínútur.  Þá er lokið tekið af og bakað áfram í 20 mínútur – ágætt að fylgjast með síðustu mínúturnar ef brauðið á ekki að verða dökkt

Geymsla: Upplagt að frysta sneiðar, ef eitthvað er eftir, en einnig er gott að rista sneið í brauðrist eða þurrrista sér sneið á pönnu.

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*