Bragðsterkir og safaríkir kjúklingaleggir – einfalt og gott

Bragðsterkir og safaríkir kjúklingaleggir – einfalt og gott

 • Servings: fyrir 4 - 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi réttur er í sérstöku uppáhaldi á heimilinu og höfum við haft hann margoft í veislum.  Hann er þægilegur að því leyti að hægt er að forsteikja leggina og þá er aðeins eftir að skerpa á þeim áður en þeir eru bornir fram.  Sósuna má einnig búa til daginn áður og er hún jafnvel betri þannig.  Þessir leggir eru kannski ekki þeir allra hollustu en góðir eru þeir.

Hráefni

 • 1 kg kjúklingaleggir

Sósa

 • 175 g smjör
 • 1 dl Sriracha Hot Chili sósa (t.d. frá Santa Maria)
 • 2 hvítlauksrif – pressuð
 • 1 tsk sítrónusafi
 • Ögn af salti
 • Pipar úr piparkvörn – grófmulinn

Sósan með leggjunum

 • 1 dós sýrður rjómi
 • ½ dl rjómaostur
 • Graslaukur – smátt saxaður
 • 1-2 hvítlauksrif – pressuð
 • U.þ.b. 2 tsk sítrónusafi

Verklýsing

Sósa

 1. Smjör brætt í potti og allt hitt hráefnið sett út í – hrært saman. Taka aðeins af sósunni og setja í skál til að hafa með leggjunum

Steiking

 1. Ofn hitaður í 200°C
 2. Kjúklingaleggir penslaðir með sósunni og þeim raðað á ofnplötu. Sett í heitan ofn í u.þ.b. 8 – 10 mínútur – tekið út og leggirnir penslaðir aftur. Þetta er gert þrisvar. Í lokin er gott að setja ofninn á grill og pensla leggina enn á ný. Láta þá vera í ofninum í 5 mínútur eða þar til þeir hafa náð góðum lit (fylgjast með að þeir brenni ekki)

Sósan með leggjunum

 1. Allt hráefni hrært saman – gott að láta standa aðeins

Ath.  Þessi uppskrift er einnig til fyrir vængi Góðir kjúklingavængir og er hún jafnvel betri þannig en kannski matarminni

Meðlæti

Báðar sósurnar bornar fram með kjúklingaleggjunum.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*