Chilimæjó – Chilimajónes

Chilimæjó - Chilimajónes

  • Servings: /Magn: 1 skál
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Chilimajónes á vel við mexikóskan mat en það er einnig gott með ýmsum öðrum réttum.  Best að kaupa ferskt chili, hengja það út í glugga og láta það þorna aðeins – getur tekið nokkra daga.  Stundum næ ég ekki að láta það þorna nægilega vel en það hefur ekki komið að sök.

 

Hráefni

  • 2 – 3 þurrkuð eða hálfþurrkuð chili (mega líka vera fersk)
  • 2 – 3 dl vatn
  • 1 msk olía
  • 1 – 2 tsk paprikuduft
  • 1 tsk tómatpúrra
  • Ögn af cayennepipar
  • 2 dl majones
  • 1 dl sýrður rjómi
  • ½ – 1 tsk oreganó
  • Salt

Verklýsing

  1. Chili sett á heita pönnu – látið vera þar í 3 – 4 mínútur og snúið við reglulega
  2. Vatni hellt yfir og látið sjóða í 5 – 6 mínútur undir loki
  3. Chili tekið upp úr og látið kólna. Ekki henda vatninu – það má nota í pottrétti eða sósur
  4. Stilkar teknir af og chili fræhreinsuð – söxuð eða sett í matvinnsluvél
  5. Olíu, paprikudufti, tómatpúrru og cayennepipar blandað saman við chilimaukið
  6. Majonesi og sýrðum rjóma bætt við smám saman
  7. Kryddað með oreganó og salti

 

Geymsla: Geymist mjög vel í kæli.

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*