Rice krispieskransakaka með þristum

Rice krispieskransakaka með þristum

  • Servings: 1 kaka fyrir u.þ.b. 50 - 60
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Ég hef oft búið til Rice krispieskransaköku eftir uppskriftinni Hrískaka en um daginn fékk ég fyrirspurn um hvort hægt væri að gera kransaköku úr kökunni Vinsæla rice krispies með þristum. Það lá því beinast við að gera tilraun í fermingarveislu sem ég var með um daginn.  Kakan heppnaðist vel og verður alveg örugglega gerð aftur.  Þessa köku má búa til töluvert áður en veislan er haldin og geyma í frysti.

Hráefni

  • 500 g suðusúkkulaði
  • 3 pokar af þristum
  • 140 – 150 g síróp
  • 210 g smjör
  • 400 – 460 g rice krispies
  • Skraut: hvítt eða dökkt súkkulaði, lakkrís eða annað sælgæti

 

Verklýsing

  1. Suðusúkkulaði, þristar, smjör og síróp sett í stóra skál ofan á potti með vatni – látið bráðna við lágan hita (vatnið má ekki sjóða)
  2. Þegar blandan er orðin jöfn er skálin tekin af og rice krispies sett saman við – ekki setja allt í einu
  3. Þegar öllu hefur verið blandað saman er hæfilegt magn sett í kransakökuform og hringur myndaður. Gott að móta einn hring í einu, setja hann í kæli eða frysti en taka síðan út áður en hann verður alveg harður. Þá er betra að ná honum úr forminu. Leggja hringinn á smjörpappír og aftur inn í frysti
  4. Best að geyma hringina í plastpokum í frysti eða með plastfilmu yfir
  5. Ef eitthvað verður eftir í skálinni er upplagt að setja það í muffinsform og bera fram með kökunni

Samsetning

  1. Súkkulaði brætt
  2. Hringjunum raðað á kökudisk í stærðarröð.  Stærsti hringuinn neðst. Mér finnst ágætt að setja aðeins af bræddu súkkulaði á diskinn og festa þannig neðsta hringinn
  3. Skraut fest með því bræddu súkkulaði.  Gott að nota skrautið til að fela göt eða aðrar misfellur

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*