Vinsæl rice krispieskaka með þristum

Vinsæl rice krispieskaka með þristum

 • Servings: 8 - 12
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá vinkonu Guðrúnar en þristar eru í miklu uppáhaldi hér á bæ. Ég breytti aðeins hlutföllunum en í upphaflegu uppskriftinni var aðeins meira síróp og minna súkkulaði. Þessi kaka er upplögð í barnaafmælið enda mjög góð. Stór kostur hvað auðvelt er að búa hana til.

Hráefni

 • 150 -160 g suðusúkkulaði
 • 1 poki þristar
 • 2 msk síróp
 • 70 g smjör (má einnig nota kókosolíu)
 • 5 bollar rice krispies (rice crispies)

Verklýsing

 1. Smjör, síróp, þristar og súkkulaði sett í stóra skál ofan á potti með vatni – látið bráðna við lágan hita
 2. Rice krispies blandað saman við
 3. Blandan sett í kökuform – gott að nota spaða til að þrýsta kökunni niður
 4. Sett í plastpoka í frysti
 5. Kakan skorin í bita og þeim raðað á kökudisk

 

 

 

 

6 Comments

 1. Elín Guðmunsdóttir

  Sæl Hanna,
  heldurðu að þessi uppskrift henti vel í rice crispis kransaköku
  kv. Elín

  • Hanna Þóra

   Sæl Elín,
   Ég hef ekki gert það en það er góð hugmynd. Ég er að fara að ferma núna og ætla að prófa 🙂
   Kveðja,
   Hanna

 2. Inga Kristín Jónsdóttir

  Hæhæ, ERtu ekki að skera þristana í minni bita? 🙂
  Kv. Inga

  • Hanna Þóra

   Sæl Inga,
   Nei ég hef ekki skorið bitana heldur set bara allt í skál og látið allt bráðna saman á vægum hita. Með því að skera þristana í minni bita tekur bara styttri tíma að láta allt bráðna sem er líka fínt 🙂

   Kveðja, Hanna

 3. Inga Jonsdottir

  Ahh takk fyrir þetta, ætla að prufa þessa fyrir 1.árs afmæli um helgina. Helduru ekki að mér ætti að vera óhætt að gera hana í kvöld, frysta – taka svo út á föstudagskvöld og skera í bita og geyma í kæli yfir nóttina (afmælið á laugardaginn) 😀

  • Hanna Þóra

   Já upplagt að gera hana nokkrum dögum áður og geyma í frysti. Flott líka að búin að skera hana niður og geyma í kæli eða bara tekið hana út einhverju áður á laugdardaginn, skorið hana niður og svo geymt í kæli þar til bitarnir eru bornir fram. Var að gera í dag kransakökuútfærslu af þessari uppskrift fyrir fermingu á laugardaginn – geymi hana í frysti fram á laugardag og set hana þá saman 🙂

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*