Hvítlauksbrauð – sólarhringsbrauð

Hvítlauksbrauð - sólarhringsbrauð

 • Servings: 4 – 6 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er útfærsla á sólarhringsbrauðinu og er brauðið mjög góð gott t.d. með súpu.  Ef til er afgangur af hvítlauksolíu eða klettasalatpestói er upplagt að baka þetta brauð.  Eina sem skiptir máli er að muna að leggja í það kvöldið áður.

Forvinna

Þarf að gera kvöldið áður.

Hráefni

Brauð

 • 380 g hveiti (ef 1½ uppskrift þá 570 g)
 • ¼ tsk þurrger (ef 1½ uppskrift þá 0,4 tsk)
 • 1½ tsk salt (ef 1½ uppskrift þá 2,25 tsk)
 • 380 ml volgt vatn (ef 1½ uppskrift þá 570 ml)

Fylling

 • 1 búnt steinselja – söxuð
 • 2 – 3 hvítlauksrif – pressuð eða söxuð
 • Rautt chili (má sleppa) – saxað
 • Ögn af olíu
 • Parmesanostur – rifinn
 • Mosarellaostur – rifinn
 • Saltflögur

Verklýsing

 1. Hveiti, þurrgeri og salti blandað saman í skál
 2. Volgu (alls ekki of heitu, frekar aðeins kaldara) vatni blandað saman við og hrært varlega
 3. Breiðið plastfilmu yfir skálina og látið standa yfir nótt
 4. Daginn eftir er fínt að setja deigið á hveitistráða borðplötu, leggja rakan klút yfir og láta standa í klukkustund (má sleppa)
 5. Hitið ofninn í 250°C (yfir- og undirhiti)
 6. Smyrjið emaléraðan stálpott eða leirpott með olíu. Það er betra að láta pottinn hitna með ofninum og setja deigið í heitan pottinn
 7. Fylling: Steinselja, hvítlaukur og chili hakkað og sett í skál ásamt olíu
 8. Látið deigið í pottinn – hellið fyllingunni yfir. Stráið aðeins af saltflögum, mosarellaosti eða/og parmesanosti yfir, lokið sett á og bakað í 30 mínútur
 9. Ágætt að taka lokið af síðustu 5 mínúturnar til þess að fá fallegan lit á brauðið.  Fyrir þá sem vilja hafa það dökkt má brauðið vera 5 – 10 mínútur í viðbót í ofninum en fylgjast þarf vel með svo að það brenni ekki
 10. Brauðið tekið úr pottinum og látið kólna á grind

Verklýsing 1 – 2

img_1853-2

 

Verklýsing 3

img_1854-2

 

Verklýsing 6

img_1855

Fylling

img_0844

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*