Heimagerð hvítlauksolía

Heimagerð hvítlauksolía

  • Servings: /Magn: u.þ.b. 4 dl
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þegar pizza er í matinn er alveg ómissandi bjóða upp á hvítlauksolíu með. Ég bý hana oftast til í blandaranum eða matvinnsluvélinni en ef ég hef lítinn tíma nota ég hvítlaukspressu og saxa steinseljuna. Þá getur einnig verið gott að bæta við nokkrum chiliflögum. Kosturinn við hvítlauksolíu er að hún geymist vel, gott að eiga hana í kælinum og setja út í ýmsa aðra rétti – t.d. nota sem marineringu á kjöt eða ef baka á brauð má breyta því í hvítlauksbrauð með því að dreifa hvítlauksolíunni ofan á brauðið áður en það er sett í ofninn.

Forvinna: Upplagt að búa olíuna til daginn áður eða nokkrum dögum áður og geyma í kæli.

Hráefni

  • 3 – 4 hvítlauksrif
  • 1 chilli – ferskt eða þurrkað (fræhreinsa hluta af því nema sósan eigi að vera sterk – má sleppa)
  • 3 – 4 dl olía
  • 1 stk sultuð engiferkúla – (má sleppa – hvítlauksolían verður aðeins sætari með engiferkúlunni)
  • 1 búnt persilja/steinselja

Verklýsing

  1. Allt hráefni maukað saman í matvinnsluvél eða saxað smátt með hníf

Geymsla: Olían geymist vel í 1 – 2 daga úti en ef hún á að endast lengur er betra að setja hana í kæli.

 

 

 

img_0847

 

Hvítlauksolía með hvítlauk og steinselju

img_0846

Gott að geyma hvítlauksolíuna í krukku 

img_0842

Gott er að taka miðjuna úr hvítlauknum (það sem er að byrja að spíra) – það getur gefið beiskt bragð

IMG_9332

 

 

2 Comments

  1. Hversu lengi geymist hún í kæli? 🙂

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*