Jarðarberja- og bananashake – hristingur í uppáhaldi

Jarðarberja- og bananashake - hristingur í uppáhaldi

  • Servings: /Magn: 2 glös
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

 

Uppruni

Í langan tíma hafa börnin reynt að búa til góðan heimagerðan hristing.  Við gerðum ýmsar tilraunir en erfiðlega gekk að fá hann eins og við vildum hafa hann. Um daginn sagði Guðrún mér að hægt væri að kaupa mjólkurhristing með vanillubragði – þá tókst þetta loksins. Börnin búa hann oft til þegar þau koma heim eftir skólann. Það er hressandi að fá sér einn áður en hlaupið er á æfingu.

 

Hráefni

  • 10 – 12 stk frosin jarðarber
  • Rúmlega ½ banani
  • 3 – 4 dl mjólkurhristingur með vanillubragði (Premium Shake frá Debic – fæst t.d. í Krónunni og Fjarðarkaupum)
  • 12 – 15 klakar

Verklýsing

  1. Allt sett í blandarann, hrist saman og hellt í glös.

 

 

img_0947

img_0886


img_0882

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*