Marengs með pipardufti (turkish-pepper)

Marengs með pipardufti (turkish-pepper)

  • Servings: /Magn:12 - 14 kökur
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

 

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin en turkish-pepper er vinsælt piparduft hjá yngri kynslóðinni.  Það má leika sér með þetta á ýmsa vegu.  Oftast bý ég til litlar skeljar og læt ískúlu eða rjóma ofan á en einnig er hægt að búa til marga litla toppa (sem að vísu klárast mjög fljótt) eða jafnvel einn stóran marengs og setja rjóma eða ís ofan á.  Stundum set ég rjómasúkkulaði í marengsinn en ég held að mér finnist hann bara bestur með piparduftinu (turkis-pepper).

Forvinna: Upplagt að baka marengsinn nokkrum dögum áður.

Hráefni

Marengs

  • 3 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 1 tsk piparduft – t.d. Dracula pulver (liquorice powder)
  • Það má bæta rjómasúkkulaði við (u.þ.b. 75 g), corn flakes  eða rise crispie (2 – 3 dl)

Fylling – hugmyndir

Verklýsing

Marengs

  1. Ofninn hitaður í 100°C
  2. Eggjahvítur hálfstífþeyttar
  3. Sykri bætt út í – þeytt þar til blandan verður stíf – best ef hægt er að snúa skálinni við án þess að blandan hreyfist.  Pipardufti bætt við í lokin – þeytt aðeins
  4. Allt sett í sprautu (gott að nota einnota sprautupoka – hef fengið þá t.d. í Fjarðarkaupum) og sprautað á ofnskúffu með bökunarpappír
  5. Bakað í 1 klukkustund og látið kólna. Ef ekki á að bera kökurnar strax fram er gott að setja þær á fat og láta standa (ekki endilega í plastpoka)

Fylling – hugmyndir

  1. Ís eða rjómi settur ofan í skeljarnar.  Hér á bæ er vinsælast að setja heimagerða karamellusósu ofan á og strá pipardufti yfir.  Um að gera að nota hugmyndaflugið og setja það sem hverjum og einum finnst best

 

 

img_0826-2

img_0819-2

img_0823-2

img_0822-2

Marengsinn með eingöngu pipardufti

img_0825-2

Marengs með ís og súkkulaðisósu 

img_1402

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*