Salsa – gott með tortillum eða á hamborgarann

Salsa - gott með tortillum eða á hamborgarann

 • Servings: 1 stór skál
 • Difficulty: einfalt
 • Print

Uppruni

Þetta salsa er gott með mexikóskum mat – ég hef boðið upp á það með litlum tortillum.  Einfalt og ferskt.

Hráefni

Salsa

 • 12 litlir tómatar eða 4 stórir – fræhreinsaðir og skornir í litla bita
 • 2 chili – fræhreinsuð og söxuð smátt
 • 2 gulir laukar – saxaðir smátt
 • 1 dl ferskur kóríander – saxaður
 • 1 dl fersk steinselja – söxuð
 • 1 – 2 lime – safinn
 • Saltflögur
 • Nýmalaður pipar

Verklýsing

Salsa

 1. Öllu blandað saman, smakkað og kryddað með saltflögum og nýmöluðum pipar

Gott með t.d.: Heimgerðum tortillum, hægelduðu grísakjöti og hamborgaranum

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*