Heimagerðar tortillur

Heimagerðar tortillur

  • Servings: /Magn: 10 stórar/20 litlar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það getur verið gaman að baka sínar eigin tortillur og upplagt að virkja yngri kynslóðina með í því.  Ég hef verið með nokkrar útfærslur af tortillukökum með mismunandi árangri. Best finnst mér að nota hveiti og heilhveiti en hægt er að minnka hveitimagnið og setja maísmjöl í staðinn.  Þá hafa kökurnar ekki orðið eins mjúkar en samt fínar.  Til að byrja með flatti ég kökurnar út með kökukefli en mér var bent á tortillu pressutæki sem ég keypti á Amazon. Hægt er að nota það til að fletja út tortillur, naanbrauð og nachosskeljar.  Með þessu móti er auðvet og fljótlegt að bjóða upp á heimagerðar tortillur með matnum.

Hráefni

  • 4 dl hveiti
  • 2 dl heilhveiti
  • 1½ tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 2 msk olía
  • 2¾ dl mjólk – volg

Verklýsing

  1. Þurrefnum blandað saman í skál. Olíu og volgri mjólk hellt yfir – lítið í einu og blandað saman þannig að úr verði deig. Hnoðað í hrærivél eða á borði í nokkrar mínútur.  Deigð sett á borð – klútur (gott að hafa hann rakan) lagður yfir  – látið jafna sig í 20 mínútur
  2. Deiginu skipt í 10 – 12 jafna hluta (stórar tortillur) eða 18 – 20 hluta (litlar tortillur). Bollur mótaðar, rakur klútur lagður yfir og látið jafna sig í 10 mínútur
  3. Hver bolla flött út eða sett í pressutæki. Kökurnar bakaðar jafnóðum.  Einnig er hægt að setja þær inn í raka klútinn eða plastpoka og leggja plastfilmu/bökunarpappír á milli. Kökurnar bakaðar á heitri pönnu eða grilli í u.þ.b. ½ mínútu á hvorri hlið.  Ath. að kökurnar eiga það til að skreppa svolítið saman þegar þær eru settar á pönnuna
  4. Ef borða á kökurnar strax eru þær settar inn í rakan klút/viskustykki – annars verða þær harðar.  Gott að halda þeim volgum með því að setja álpappír yfir eða setja þær í pott og geyma í ofninum á mjög lágum hita.  Ef borða á tortillurnar síðar er best að setja þær nýbakaðar í plastpoka – reyna að ná öllu lofti úr og loka plastpokanum vel en þannig haldast kökurnar mjúkar og góðar fram á næsta dag

 

Tortillur mótaðar í pressutæki

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*