Home » Klessukaka með hvítu súkkulaði og sítrónukeimi

Klessukaka með hvítu súkkulaði og sítrónukeimi

Klessukaka með hvítu súkkulaði og sítrónukeimi

  • Servings: 8 - 10
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Mér finnst allt með sítrónu mjög gott og langaði að smakka þessa köku sem ég fann í sænsku blaði. Kakan er mjög góð og fljótleg.  Það má kalla hana klessuköku þar sem hún er mjög lin og lekur þegar hún er nýbökuð. Þeir sem vilja hafa hana aðeins meira bakaða bæta 5 mínútum við baksturstímann.  Sem sagt mjög góð kaka og auðveld – sérstaklega með góðum kaffibolla.

 

Hráefni

  • 200 g hvítt súkkulaði
  • 150 g smjör
  • 3 egg
  • 2 dl sykur
  • ½ tsk salt
  • 2 dl hveiti
  • 2 tsk vanillusykur
  • Börkur af lífrænni sítrónu – rifinn

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 170 °C (blástur)
  2. Hvíta súkkulaðið saxað og sett í skál. Smjör brætt og hellt yfir súkkulaðið – hrært þangað til súkkulaðið hefur bráðnað og blandan er orðin slétt
  3. Egg, sykur og salt þeytt saman – og blandað saman við í súkkulaðiblönduna
  4. Hveiti og vanillusykri blandað saman við súkkulaðiblönduna – hrært saman. Sítrónuberki bætt varlega saman við
  5. Deigið sett í 22 – 23 cm form (bökunarpappír í botninum) og kakan bökuð í 22 – 25 mínútur

 

Geymsla: Má frysta en geymist einnig vel í kæli í nokkra daga.

 

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*