Clotted cream – bakaður rjómi

Þegar gera skal góða skonsu enn betri

  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Með góðri skonsu á High Tea borði er fátt betra en heimagerður bakaður rjómi.  Það er ekki flókin framkvæmd að búa til sinn eiginn.  Krefst bara eins…. að vera skipulagður þar sem hann þarf að vera 12 klukkustundir í ofninum…. og svo yfir nótt í kæli.

Hráefni

  • ½ – 1 lítri (36%) rjómi – fer eftir því hvað mikið maður vill eiga.  Gera má ráð fyrir að úr ½ lítra af rjóma komi 2½ dl clotted cream

 

Verklýsing

  1. Ofninn stilltur á 80°C – blásturstilling
  2. Rjóma hellt í eldfast mót eða Hönnupott – rjóminn á að ná 3 – 5 cm frá botninum
  3. Mótið með rjómanum sett í ofninn og látið vera þar í 12 klukkustundir í friði og ró
  4. Tekið úr ofninum og látið kólna aðeins. Lok eða plast sett yfir og sett í kæli yfir nótt
  5. Þykkur rjóminn er skafinn úr mótinu og settur í skál eða krukku með loki.  Ath.  Efsta lagið (skán) er aðeins þykkra en það sem er undir –  gott að hræra það saman – ef blandan er of þykk má þynna hana með vökvanum sem myndast í botninum
  6. Þann vökva má svo nota í aðra matseld eða bakstur.  Hugmyndir: Í staðinn fyrir mjólkina í skonsum, í brauðbakstur, amerískar pönnukökur, súpur eða í uppstúfið

 

Meðlæti: Gott með sultu og skonsu, ofan á ameríska pönnuköku eða bara ofan á gott heimabakað brauð.

Geymsla: Geymist ágætlega í lokuðu íláti – má frysta.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*