Má bjóða þér skonsu?

High Tea skones

  • Servings: 10
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það er alltaf stemning að fara í High Tea eða vera með sitt eigið.  Þá er eitt ómissandi á borðið….skonsur.  Þessar skonsur fékk ég einu sinni hjá Guðrúnu Dóru og fannst þær góðar.  Fékk svo prinsinn minn hann Heimi Örn til að baka þær með mér um daginn og má svo sannarlega mæla með því að eiga svona samverustund með yngstu kynslóðinni.  Fljótleg, barnvæn og þægileg uppskrift hér á ferð.  Þegar ég bjó í Danmörku keypti ég oft skones með suðusúkkulaðibitum – það má því hafa eina útfærsluna þannig.

Hráefni

  • 5 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 30 g sykur
  • 80 g smjör – kalt og skorið í teninga
  • 1 dl mjólk
  • 1 egg

 

 

Verklýsing

  1. Ofninn stilltur á 175° – 180°C (blásturstilling)
  2. Hveiti, lyftiduft, salt og sykur sett í matvinnsluvél – smjörbitum blandaða saman við og vélin látin ganga stuttan tíma nokkrum sinnum. Ef matvinnsluvélin er lítil má blanda saman í nokkrum áföngum
  3. Mjólk og eggi blandað saman í skál (gott að píska saman með gaffli)  og 2 msk af blöndunni lögð til hliðar (til að pensla skonsurnar með)
  4. Hveiti- og mjólkurblöndunni blandað saman með sleif
  5. Deigið sett á hreint borð (ágætt að strá ögn af hveiti á borðið) og hnoðað með höndunum
  6. Deigið flatt út með kökukefli þar til það er u.þ.b. 2 cm þykkt. Hringlaga form (eða glas) – u.þ.b. 6 cm þvermál er notað til að stinga út skonsurnar.  Endurtekið – skonsurnar eiga að verða 10 talsins
  7. Skonsurnar settar á bökunarpappír og penslaðar með blöndunni sem var lögð til hliðar
  8. Bakað í ofninum í 13 – 15 mínútur

 

Meðlæti: Gott með t.d. smjöri, bláberjasmjöri, sítrónusmjöri, rifsberjahlaupi, clottet cream, hindberjasultu, oststneið, nutella, hnetusmjöri eða bara hverju sem er.

Hráefni

 


 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*