Frábært bláberjacurd

Bláberjasmjör - með eftirréttinum eða á brauðið

 • Servings: /Magn: 2 krukkur
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Eitt af því sem ég bý oft til er sítrónusmjör (curd) enda tiltölulega einfalt og gaman að eiga í kælinum.  Það má líka gera aðrar útgáfur af curdi eins og t.d. rifsberjacurd og rabarbaracurd en núna er það bláberjacurd.  Það má nota curdið t.d. eins og sultu  á pönnuköku, á brauðið, amerísku pönnukökuna eða í rúllutertuna.

Hráefni

 • 125 g íslensk bláber eða frosin bláber (þessi fersku útlensku gefa ekki þennan fallega bláa lit)
 • 2 lífrænar sítrónur – börkur og safi
 • 75 g smjör
 • 2 dl sykur
 • 2 egg
 • 2 eggjarauður

Verklýsing

 1. Börkurinn rifinn af sítrónunum og safinn kreistur – allt (börkur og safi) sett í blandarann ásamt bláberjum og maukað (má einnig nota töfrasprota)
 2. Blöndunni hellt í pott ásamt smjöri og sykri. Hrært saman þar til smjörið hefur bráðnað
 3. Egg og eggjarauður hrært saman og bláberjablöndunni hellt saman við eggin – lítið í einu (mjó buna) og hrært á milli
 4. Öll blandan sett aftur í pott og hituð mjög rólega.  Mikilvægt að hitinn fari ekki yfir 80°C en best er að hræra stöðugt í á meðan blandan hitnar. Um leið og hún er orðin þykk er bláberjasmjörið tilbúið.  Ef það sýður eyðileggst áferðin
 5. Blandan sett í tandurhreina krukku – lokið sett á og geymt í kæli

 

 

Bláber, sítrónubörkur og safi maukað saman 

 

Bláberjamaukinu hellt saman við eggin

 

Sykur, smjör og bláberjamaukið sett í pott

Hitað þar til blandan þykknar (nær 80°C) og hellt í krukkur

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*