Rúlluterta haustsins

  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Hér kemur ein einföld og góð fyrir þá sem eiga bláberjacurd í kælinum.  Eftirréttur getur bara ekki orðið einfaldari.

Hráefni

Botn

  • 3 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl hveiti
  • ½ dl kartöflumjöl
  • 1 tsk lyftiduft
  • 2 msk vatn

Fylling

  • 2½ dl rjómi
  • 2 dl bláberjacurd (bláberjasmjör)

Verklýsing

Botn

  1. Ofninn hitaður í 250°C.
  2. Egg og sykur hvítþeytt saman í hrærivél
  3. Hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti blandað saman í skál (gott að sigta saman) – sett út í eggjahræruna og blandað saman varlega með sleikju
  4. Vatninu bætt við
  5. Deigið er sett á smurðan bökunarpappír í ofnskúffu, dreift jafnt út og bakað í ca 5 mínútur
  6. Hvolft á klút (viskustykki) sem hveiti hefur verið stráð á eða á bökunarpappír sem sykri hefur verið stráð á
  7. Pappírinn dreginn af og ofnskúffan látin vera yfir á meðan kakan kólnar

 

Fylling

  1. Rjómi þeyttur
  2. Bláberjacurdi dreift yfir botninn og rjóminn settur ofan á
  3. Kakan rúlluð upp og sett á fat. Hægt að skreyta með ýmsu en einfalt er að dreifa aðeins af flórsykri yfir og skreyta með berjum

Gott að sigta hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft í eggjahræruna … og ekki gleyma vatninu

 

Þessi gleymdist aðeins í ofninum – varð því svolítið dökk en það kom ekki að sök

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*