Blómkál og hvítkál… undir sömu sæng

Frábært meðlæti

 • Servings: 2 - 3
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Það er fátt sem er jafn fljótlegt og gott eins og þetta … sérstaklega fyrir  þá sem eru að leita að kolvetnislitlu meðlæti.  Þeir ættu klárlega að skella í svona.  Hinir ættu líka að prófa – þetta er bara svo einfalt og gott.  Mesti subbuskapurinn er að rífa niður blómkálið en þannig finnst mér blómkálskurlið koma best út.  Ég hef því reynt að einfalda hlutina með því að rífa 1 – 2 blómkálshausa í einu og setja í frystinn það sem ég ætla ekki að nota.  Það er mjög fljótleg og þægilegt að eiga það til í frysti – bara tekið út og fer beint á pönnuna.

 

Hráefni

 • U.þ.b. ½ blómkálshöfuð
 • ¼ hvítkálshöfuð – hlutföll smá frjálsleg
 • 2 – 3 hvítlauksrif (má sleppa) – pressuð eða söxuð fínt
 • Smjör/olía til steikingar
 • Krydd t.d. hvítlaukssalt og/eða rótargrænmeti frá Pottagöldrum

Verklýsing

 1. Blómkálið tekið í sundur – stilkur og blöð tekin frá
 2. Blómkálið rifið með grófu rifjárni og hvítkálið skorið í þunnar sneiðar
 3. Olía/smjör hitað á pönnu og hvítlaukurinn látinn krauma á lágum hita í nokkrar mínútur
 4. Hitinn hækkaður – hvítkál og blómkál sett út í
 5. Kryddað og látið steikjast aðeins á pönnunni

Það sem er umfram er sett í poka/box og fryst

 

 

Fiskur með karrýsósu með blómkálsmeðlætið undir

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*