Góð byrjun á deginum

Ferskur og góður drykkur sem fyllir magann

 • Servings: 1
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

 

Uppruni

Hér kemur einn drykkur sem er bæði góður og einfaldur en hann er oft búinn til á morgnana á mínu heimili.  Það má segja að þetta sé eins og að byrja daginn með einum ferskum sjeik sem heldur manni nokkuð vel mettum fram að kvöldmat.   Ég sleppi vanillupróteininu – finnst hann betri þannig.

Hráefni

 • 3 – 4 stk frosin jarðarber eða 1 dl frosin bláber
 • 3 – 4 bitar frosið ananas eða mangó
 • ¼ banani
 • Engifer – smá biti eða ½ – 1 tsk safi (má sleppa)
 • 1 – 1½ dl ósæt möndlumjólk
 • ½ dl grísk jógúrt
 • 2 skeiðar kollagen (duft)
 • 1 msk vanilluprótein – alls ekki nauðsynlegt
 • Ef drykkurinn er þykkur má alveg þynna hann aðeins með vatni

Verklýsing

 1. Allt sett í blandara og maukað saman

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*