Sumarið er tíminn … fyrir svona salat

Grillaður sesamkjúklingur með sumarlegu salati

  • Servings: 4 - 5
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það má alveg segja að þessi réttur sé sumarlegur og fallegur.  Ef það eru einhverjir sem borða ekki kjöt er hægt að bjóða upp á halloumiost í stað kjúklings þ.e.a.s. mismunandi útgáfur af þessum fína rétti þannig að hann höfði bæði til þeirra sem borða kjöt og þeirra sem kjósa frekar að sleppa því.  Kjötið og/eða halloumiostur er marinerað í sesam- og rósmarínlegi og borið fram með salatinu.  Sannkallaður sumarmatur… nú er bara að bíða eftir góðum sumardegi.

Forvinna

Upplagt að setja í marineringu daginn áður og geyma í kæli. Chimichurri sósuna er best að búa til daginn áður og það sama má segja um súrsaða laukinn.  Eiginlega má gera allt tilbúið og þá er meðtalið að grilla vorlaukinn, sítrónurnar og ferskjurnar aðeins áður (fínt að hafa það við stofuhita) … þá er bara eftir að grilla kjötið/halloumiostinn.

Ath. Marineringin gefur skemmtilegt bragð en það er alveg spennandi að breyta réttinum og búa til sína útfærslu … t.d. með því að fækka eða breyta hráefnum eða gera einfaldari útgáfu.

Hráefni

Kjúklingur og salat

  • 8 stk úrbeinuð kjúklingalæri/ 2 – 3 stk halloumiostar
  •  2 dl svartar litlar baunir – soðnar eða niðursoðnar
  • ½ dl ristuð graskersfræ
  • 4 stk apríkósur eða nektarínur
  • 2 sítrónur
  • 3 stk vorlaukar
  • 100 – 150 g salat
  • 1 pakki fetaostur – skorinn í bita
  • 125 g fersk ber eða granatepli

Marinering

  • 3 greinar rósmarin
  • Saltflögur
  • Svört piparkorn – mulin
  • ½ tsk chiliflögur
  • 2 msk sesamfræ
  • 1 msk sesamolía

Chimichurri 

  • 2 hvítlauksrif – rifin fínt eða söxuð
  • 2 dl steinselja – söxuð fínt
  • 2 msk mynta – söxuð fínt
  • ½ hvítur salatlaukur – saxaður fínt
  • 1½ dl olía
  • Tæplega ½ dl sítrónusafi
  • Chiliflögur
  • ½ tsk hunang
  • Saltflögur
  • Svartur mulinn pipar

Súrsaður laukur

  • 1 rauðlaukur
  • ½ dl edik
  • 1 dl sykur
  • 2 dl vatn

Salatdressing

  • 1 grilluð sítróna
  • 2 msk olía
  • Salt
  • Mulinn pipar

Verklýsing

Marinering

  1. Öllu blandað saman í skál –  kjúklingnum/halloumi bætt saman við og látið marinerast í a.m.k. 30 mínútur eða yfir nótt í kæli. Ef kjúllinn er látinn marinerast yfir nótt er gott að taka hann út töluvert áður en hann er grillaður svo að hann nái stofuhita og fari ekki ískaldur á grillið

 

Chimichurri

  1. Öllu hráefni blandað saman og látið standa.  Gott að láta standa yfir nótt

 

Súrsaður laukur

  1. Laukur skorinn í þunnar sneiðar og látinn liggja í 10 mínútur í köldu vatni – láta vatnið fljóta vel yfir laukinn
  2. Vatn (2 dl), sykur og edik blandað saman – hrært þar til sykurinn er uppleystur
  3. Laukurinn tekinn upp úr vatninu og settur í ediklöginn – í a.m.k. 15 mínútur

 

Eldun og sametning

  1. Apríkósur og sítrónur skornar í tvennt og grillaðar þar til fallegar rendur koma á skurðinn
  2. Vorlaukur grillaður – ef hann er stór má skera hann í tvennt
  3. Kjúklingalæri grilluð

 

Salatdressing

  1. Safinn pressaður úr einni sítrónunni og blandað saman við olíu, salt og pipar

 

Samsetning

  1. Salat sett á stórt fat. Baunum dreift yfir ásamt fetaosti, graskersfræjum, berjum og súrsaða lauknum. Nektarínur/apríkósur lagðar hér og þar ásamt sítrónum og vorlauk.  Salatdressingunni dreift yfir.
  2. Smekksatriði hvort kjötið er borið fram sér eða sett ofan á salatið

 

Marinering í vinnslu

 

 

 

Marinering með halloumiosti

Kjúklingur og halloumiostur í marineringu

 

Chimichurri í vinnsli

 

Súrsaður laukur í vinnslu

 

Allt tilbúið í salatið

Grill

Ef kjötið þarf að bíða – má setja það í ofnskúffu eða pott og inn í volgan ofn

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*