Þurrkaðir ávextir - fallegt skraut
Uppruni
Um daginn fékk ég fallegan drykk með þurrkaðri appelsínu og ákvað að gera tilraunir með að þurrka ávexti og gúrku. Það er gaman að eiga þurrkaða ávexti til að skreyta t.d. kökuna, veisluborðið eða drykkinn… sama hvort hann er óáfengur eða ekki.
Hráefni
- Appelsína (gaman að nota blóðappelsínu)
- Lime
- Sítróna
- Agúrka (hún er kannski minnsta puntið en er flott í G&T drykki)
- Drekaávöxtur – þegar hann er til
Verklýsing
- Ávöxturinn (og gúrkan) skorinn í þunnar sneiðar og þær lagðar á grind – gott að láta sólina skína á sneiðarnar
- Mikilvægt að snúa þeim við alla vega einu sinni á dag. Ef þess er ekki gætt getur sú hlið sem snýr niður myglað
- Þurrkað í sólinni. Sneiðunum snúið við daglega þar til þær eru orðnar þurrar – það getur tekið u.þ.b. eina viku að láta þær þorna.
- Styttri leið: Ef tíminn er naumur er einnig möguleiki að setja sneiðarnar í ofninn – stilla á 65° – 100°C (blásturstilling) og leyfa þeim að þorna í ofninum – passa að hafa rifu á honum svo gufan fari út. Þurrkunin getur tekið 1 – 5 klukkustundir .. allt háð háð þykkt sneiðanna og hitastigi á ofninum
Geymsla: Ef sneiðarnar eru vel þurrar geymast þær mjög lengi í lokuðum glerkrukkum