Home » Kraumandi kebabpinnar – skemmtilegt að elda, gott að borða

Kraumandi kebabpinnar – skemmtilegt að elda, gott að borða

Kebab kjúklingur með fetasósu – algjört æði

  • Servings: 3 - 5
  • Difficulty: meðal
  • Prenta

Uppruni

Það er svo ótrúlega gaman að búa til þennan rétt.  Upplagt að leggja kjötið í marineringu daginn áður (eða jafnvel tveimur dögum áður) – þá er bara eftir að steikja það. Kjötið á vel við mjög margt og bara um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn.  Ég hef haft það með bleika brauðinu, heimagerðum tortillum og svo bara stundum með fersku salati, fetasósunum og hrísgrjónum.  Þetta slær alltaf í gegn og klárast nánast alveg en ef ég er heppin að eiga örlítið eftir af kjötinu (geri oft tvöfalda uppskrift) finnst mér mjög gott að blanda því saman við ferskt salat og taka með sem nesti.

Hráefni

Kebabpinnar

  • 700 – 900 g úrbeinuð kjúklingalæri
  • 2 – 2½ dl ab mjólk, grísk eða hrein jógúrt
  • 2 msk Kebabkrydd frá Pottagöldrum
  • 1 msk Swarmakrydd frá Kryddhúsinu
  • 1 tsk sítrónusafi
  • ½ dl olía
  • 1 bökunarkartafla eða sæt kartafla

Fetasósa/ur – upplagt að skipta fetasósunni í tvennt, setja í tvær skálar og hafa tvenns konar útgáfu af sósu með.  Sú sterkari er með harissa en sú mildari er með Gryze kryddi (fæst í Tiger)

  • 100 g fetaostur (kubbur) – skorfinn í bita
  • 1 dl sýrður rjómi
  • ½ grænn chili pipar (eða rauður) eða ferskt jalapeno (set fræin yfirleitt með)
  • 1 – 2 tsk af harissa (fæst í krukkum í t.d. Hagkaup og Krónunni) í helming af sósunni
  • 2 tsk af Gryze í mildari sósuna

Verklýsing

  1. Jógúrt/ab mjólk, sítrónusafa, olíu og kryddi blandað saman í skál
  2. Eitt læri sett á bretti. Hægt er að nota buffhamarinn beint á kjötið eða leggja plastfilmu yfir. Buffhamar (slétta hliðin) notaður til að slétta út lærið (sjá mynd og/eða myndband). Ef plastfilma er notuð er hún tekin af og kjúklingalærið sett í blönduna og næsta læri tekið – sama plastfilma lögð yfir og slétt úr lærinu
  3. Kjúklingalærum blandað saman við marineringuna – lok sett yfir og geymt í kæli yfir nótt eða lengur.  Ef tíminn er mjög naumur er betra að geyma skálina með kjúklingalærunum við stofuhita (klukkustund eða minna).  Það er alltaf gott að taka kjötið úr kæli einhvað áður þannig að það nái stofuhita
  4. Ofninn hitaður í 165°C (blástur)
  5. Skorið aðeins af bökunarkartöflunni/sætri kartöflu þannig að hún sé stöðug í ofnskúffu.
  6. Tveimur grillpinnum stungið ofan í kartöfluna
  7. Kjúklingalærin þrædd upp á grillpinnana – hver ofan á annan (sjá mynd/myndband)
  8. Ofnskúffan sett í ofninn og eldað í rúmlega 1 klukkustund (u.þ.b. 70 – 75 mínútur) eða þar til það er gegnumsteikt.  Ath. kjötið er safaríkara þegar það er ekki eldað of lengi en fyrir þá sem vilja frekar ofelda kjúklinginn þá þolir þessi réttur það.  Kjötið verður bara aðeins þurrara
  9. Þegar kjötið er tekið út er ágætt að láta það aðeins jafna sig og síðan skorið í litlar ræmur (sjá mynd/myndband)

 

Fetaostasósa

  1.  Fetaostur, sýrður rjómi og chili pipar sett í matvinnsluvél eða blandara og maukað saman
  2. Sósunni skipt í tvær skálar og kryddi bætt saman við

 

Meðlæti – hugmyndir

Það á margt vel við þennan rétt t.d. brauð, hummus, hrísgrjón eða bara það sem er í uppáhaldi hjá hverjum og einum

Mjög gott með:

 

 

 

 

 

 

Fetasósan

  

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*