Home » Glimrandi gott ostahrökkkex

Glimrandi gott ostahrökkkex

Hrökkkex með Västerbottenosti - einfalt og fljótlegt

  • Servings: /Magn:25 - 30 stk
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Um daginn átti ég afgang af Västerbottenosti og fannst alveg tilvalið að athuga hvort hægt væri að búa til  hrökkkex úr honum. Það tókst alveg ágætlega.  Ég hef einnig prófað að nota parmesanost og brauðost í staðinn fyrir Västerbotten.  Brauðosturinn er sístur þar sem hann er bragðlítill – þá þarf að strá meira af salti yfir kexið rétt áður en það fer í ofninn. Kexið er glimrandi gott og passar vel með alls konar osti, með súpunni eða bara sem nasl eitt og sér. Fyrir þá sem aðhyllast keto geta borðað þetta hrökkkex með bros á vör.

 

Hráefni

  • 4 dl Västerbottenostur – rifinn fínt (fæst t.d. í Hagkaup og Bónus)
  • 6 msk sesamfræ
  • 2 msk chiafræ
  • 2 msk hörfræjamulningur (fæst t.d. í Krónunni)
  • 6 msk vatn
  • Saltflögur

 

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
  2. Öllu hráefni blandað saman í skál
  3. 1 msk af blöndunni sett í ofnskúffu með bökunarpappír – sjá mynd
  4. Dreifa aðeins úr hverri blöndu með skeið – (ágætt að dýfa henni öðru hvoru í kalt vatn).  Dreifa vel úr svo að kexið verði ekki of þykkt
  5. Bakað í 7 – 10 mínútur og látið kólna

 

Geymsla 

Best að geyma í opnu íláti við stofuhita.  Getur orðið mjúkt ef það er geymt í lokuðu boxi.

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*