Bleikar brauðbollur með rauðbeðu

Bleikar brauðbollur

 • Servings: /Magn: 8 - 12 bollur
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Upphaflega bakaði ég brauðið til að hafa með kebab kjúklingi en þessar brauðbollur má nota sem hamborgarabrauð, pítubrauð eða bara sem venjulegar brauðbollur.  Rauðbeðan gefur bollunum skemmtilegan lit en rauðbeðubragðið er ekki yfirgnæfandi.  Tilvalið að skella þeim nýbökuðum í fyrstinn og eiga þegar súpa er í matinn eða útbúa þarf nesti.

 

Hráefni

 • 2½ dl volgt vatn – ekki heitara en 37°C
 • 8 – 10 g þurrger
 • 80 – 100 g rauðbeða – flysjuð og rifin fínt
 • 1 tsk hunang
 • 1 msk olía
 • 2 tsk gróft salt
 • 7 – 8 dl hveiti
 • Sólblómafræ, sesamfræ og/eða svört birkifræ til skrauts

 

Verklýsing

 1. Vatn, rauðbeða og ger sett í skál.  Olíu, hunangi og salti blandað saman við
 2. Hveiti hnoaðað saman við – deigið á að vera þannig að hægt sé að koma við það án þess að það loði við mann. Varast að setja of mikið hveiti – betra að það sé aðeins blautara en of þurrt.  Klútur settur yfir skálina og deigið látið hefast í 40 mínútur
 3. Deigið sett á borð og skipt í 8 – 12 hluta.  Hægt er að móta hringlaga eða ílangar bollur eða pítubrauð úr hverjum hluta.  Lagt á tvær ofnskúffur með bökunarpappír  og skrauti dreift yfir (til að það haldist betur er gott að spreyja fyrst aðeins af vatni yfir bollurnar).  Klútur lagður yfir (ágætt að speyja líka aðeins yfir hann) og látið hefast í 40 mínútur
 4. Ofninn hitaður 250°C (yfir- og undirhiti)
 5. Brauðið bakað í 8 – 12 mínútur

 

    

Litlar bollur mótaðar

Pítubrauð og ílöng í vinnslu   

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*