Bleik kaka í október – barnvæn og góð

Einföld, barnvæn og bleik

 • Servings: /Magn: 10 - 12 sneiðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi kaka er einföld og góð.  Bleiki liturinn kemur frá hindberjunum og frískar það upp á kökuna.  Þetta er svona tilvalin sunnudagskaka eða jafnvel fimmtudagskaka.  Fyrir yngri kynslóðina, sem er að spreyta sig í eldhúsinu, er upplagt að byrja á þessari köku.  Um að gera að leyfa krökkum að baka með því skilyrði að þau taki til eftir sig.  Kakan er góð nýbökuð en ekki síðri daginn eftir.

 

Hráefni

 • 225 g smjör – við stofuhita
 • 225 g sykur
 • 4 egg
 • 1 tsk vanillu extrakt (eða vanilludropar)
 • 1 appelsína – börkur af lífrænni appelsínu (eða lífrænni sítrónu) – rifinn fínt
 • 300 g hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 3 msk mjólk

Krem

 • 90 g hindber
 • 200 g flórsykur
 • 2 – 3 msk vatn
 • 2 – 3 msk kókosflögur

 

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 180°C
 2. Sykur og smjör sett í skál og hrært saman. Eggin sett út í – eitt í einu
 3. Vanilluextrakt og appelsínuberki blandað saman við – hrært aðeins
 4. Hveiti og lyftirduft sett út í – hrært saman með sleikju
 5. Mjólk bætt við í lokin – hrært saman með sleikju
 6. Deigið sett í 23 cm smelluform með smjörpappír í botninum
 7. Bakað í 35 – 40 mínútur (smekksatriði hversu vel kakan á að vera bökuð – sumum finnst betra að hafa hana aðeins blauta í miðjunni og þá nægir að baka hana í 35 mínútur.  Þeir sem vilja hafa hana vel bakaða geta stungið prjóni í miðja kökuna til að kanna hvort hún sé alveg bökuð)
 8. Kakan látin kólna í forminu

 

Krem

 1. Hindber og 2 msk vatn sett í pott – hitað á meðalhita í 3 – 5  mínútur
 2. Sett í sigti – vökvanum, sem rennur af, er blandað saman við flórsykurinn – með sleikju. ATH. Ef blandan er þurr er ágætt að bæta við aðeins af vatni.  Kremið má ekki verða of blautt – þá rennur það frekar út af kökunni
 3. Kókosflögum dreift yfir

 

Samsetning

 1. Kakan tekin úr smelluforminu og sett á kökudisk
 2. Kreminu smurt á kökuna og kókosflögum stráð yfir

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*