Poached egg í tómatmauki – frábær í hádeginu.. eða í kvöldmatinn

Huevos rancherosrétturinn hennar Ernu er dúndrandi góður

  • Servings: 2
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Erna Guðrún kom mér á bragðið með þennan rétt. Hann er í algjöru uppáhaldi hjá okkur Örnu.  Það tekur örstutta stund að úbúa hann og ef maður er svo heppinn að eiga mátulega þroskað avókadó þá er þetta frábært í kvöldmatinn…. allavega fyrir kvenfólkið á heimilinu.

Ath. Avókadó er alltaf geymt við stofuhita.  Þegar það er orðið mjúkt viðkomu (þegar ýtt er létt á það með þumalfingri og það gefur aðeins eftir) má gera ráð fyrir að það sé tilbúið.  Ef ég ætla ekki að nota það alveg strax set ég það í kælinn til að draga það á langinn að avókadóið ofþroskist.

Hráefni

  • 3 – 4 egg
  • Olía og smjörklípa
  • 1 dós hakkaðir tómatar (niðursoðnir) – gott að hafa með basil
  • 2 hvítlauksrif
  • ¼ – ½ laukur – saxaður smátt
  • Nokkarar chiliflögur – smá sleppa
  • 8 – 15 litlar mozarellakúlur/mozarellasneiðar
  • 1 avókaó
  • Feskt kóríander eða steinselja
  • Salt og pipar
  • Rifinn parmesanostur – má sleppa

 

Verklýsing

  1. Laukur og hvítlaukur steiktir á lítill pönnu á vægum hita í nokkrar mínútur
  2. Niðursoðnum tómötum bætt við og suðan látin koma upp
  3. Búnar til þrjár – fjórar litlar holur og eggin sett þar í. Mosarellakúlum bætt við og lokið sett ofan á. Soðið í 5 – 7 mínútur  – lokið tekið af
  4. Kryddað með salti og pipar, parmesan stráð yfir, avókadó skorið niður og sett ofan á.  Fesku kóriander/steinselju dreift yfir í lokin

 

Gott með: Súrdeigsbrauði en það er alls ekki nauðsynlegt

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*