Falleg og fersk kókosbolluostakaka með hindberjahlaupi

Kókosbolluostakaka - óbökuð og einföld

 • Servings: 8 - 10 sneiðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Það er svo gaman að prófa sig áfram með kókosbollurnar.  Þær eru svo góðar og skemmtilegt að búa til eitthvað nammi gott úr þeim.  Þessi uppskrift er heimatilbúin og hef ég verið að prófa mig áfram með hana.  Henni Hebu datt svo í hug að nota kremið úr einni bollu til að skreyta kökuna með og puntar það mjög mikið.  Það er tiltölulega fljótlegt að laga kökuna og það er mikill kostur að hana þarf að búa til daginn áður og þá er bara eftir að skreyta hana aðeins.  Ekki spillir fyrir að kókosbolluostakakan er falleg, frískandi og alveg sérstaklega góð.

Fovinna

Kökuna þarf að búa til daginn áður og láta hana jafna sig í kæli. Betra er að skreyta hana samdægurs.

Hráefni

Botn

 • 180 g oreokex (eða 16 kökur)
 • 45 g smjör – brætt

Fylling

 • ¼ dl flórsykur
 • 400 g rjómaostur (nota Philadelphiaost)
 • 4 kókosbollur
 • Börkur af ½ lífrænni sítrónu – rifinn fínt
 • 2 tsk vanillu extrakt
 • 2½ dl rjómi

 

Hindberjasósa

 • 150 g hindber – frosin eða fersk (það er hagstæðara að nota frosin þar sem að fersku berin er mjög dýr)
 • 3 – 4 msk vatn
 • ½ dl sykur
 • 1 msk sítrónusafi
 • 2 tsk maizenamjöl

 

Skraut

 • Krem innan úr 1 kókosbollu
 • Fersk hindber og mynta – ekki nauðsynlegt

 

Verklýsing

Botn

 1. Kexkökurnar muldar saman í matvinnsuvél – smjöri bætt við og maukað betur
 2. Mulningurinn settur í 20 cm smelluform með bökunarpappír í botninum (ekki láta mulninginn koma upp á kantana) – ágætt að nota skeið til að dreifa úr honum og þjappa vel

Fylling

 1. Rjómi þeyttur og lagður til hliðar
 2. Flórsykur og rjómaostur hrærðir saman.  Vanillu extrakt og sítrónuberki bætt við  – hrært saman
 3. Kókosbollum og rjóma blandað saman við blönduna með sleikju. Fyllingunni hellt ofan í smelluformið. Sett í kæli á meðan hindberjasósan er búin til

Hindberjasósa 

 1. Hindber, vatn, sykur, sítrónusafi og maizenamjöl sett í pott og suðan látin koma upp. Látið malla í 3 mínútur eða þar til berin eru orðin að mauki – hrært í á meðan
 2. Vökvinn sigtaður frá og látinn kólna aðeins (sjá mynd). Mikilvægt að vökvinn sé orðinn kaldur (eða bara ylvolgur – ekki svo heitur að hann renni saman við ysta lagið á kökunni)

 

Samsetning og skraut

 1. Hindberjavökvanum hellt yfir fyllinguna.  Látið jafna sig í kæli yfir nótt.  Ágætt að setja lok yfir. Kakan tekin úr smelluforminu og sett á kökudisk
 2. Krem úr einni kókosbollu sett í tau- eða plastsprautu (sjá mynd).  Litlir toppar sprautaðir ofan á kökuna. Fallegt að skreyta með hindberjum og myntulaufum

 

Botn

Fyllingin útbúin

Hindberjasósa útbúin og sett á kökuna

Kakan sett á kökudisk og skreytt

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*