Píta með buffi, kindalundum, grænmeti og heimagerðri pítusósu

Píta með buffi, kindalundum, grænmeti og heimagerðri pítusósu

 • Servings: 2 pítur á mann
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Mamma hefur reglulega í mörg ár boðið upp á þennan vinsæla rétt og þá sérstaklega þegar fer að hlýna í veðri. Hann er oft hafður á borðum þegar von er á mörgum í mat. Hver og einn útbýr sína eigin pítu. Nota má bæði smábuff og grillaðar kindalundir/file. Þær eru skornar niður í þunnar sneiðar og settar í pítuna.

Forvinna

Gott að laga sósuna einhvað áður og láta hana standa. Einnig má búa til buffin áður og geyma þau í kæli þar til þau eru grilluð.

Hráefni

Smábuff – u.þ.b. 32 stk

 • Rúmlega 1 kg nautahakk
 • 1 krukka Salsa sósa – miðlungs sterk
 • 1 rauður chili pipar – fræhreinsaður og saxaður
 • Salt og pipar

Pítusósa

 • 500 – 600 g grísk jógúrt (AB-mjólk) eða sýrður rjómi
 • 3 hvítlauksrif – pressaður
 • Steinselja – söxuð
 • Graslaukur – saxaður
 • ½ tsk Tamari eða sojasósa
 • 1 tsk hunang
 • Rauður chili pipar og/eða cayennapipar
 • ¼ af lime eða sítrónu
 • ¼ tsk karrý og/eða cummin
 • Salt og pipar

Pítubrauð

Smábítubrauð

 

Salat

 • Salatblöð
 • Rauðlaukur
 • Paprika
 • Gúrka
 • Tómatar

 

Kindalundir/file

 • U.þ.b. 50 g í hverja pítu

Verklýsing

 

Smábuff

 1. Öllu hráefni blandað saman í skál og hrært saman
 2. Búnar til kúlur u.þ.b. 40 g hver. Gott að nota hring um 6,5 cm í þvermál – setja kúluna í hringinn og þrýsta henni niður t.d. með glasi. Úr einu kílói af hakki er hægt að fá u.þ.b. 32 buff
 3. Buffin grilluð á grilli í u.þ.b. 2 mínútur á hvorri hlið

 

Kindalundir/file

 1. Kjötið látið standa aðeins áður en það er grillað
 2. Sett á grillið og grillað 2-3 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt kjötsins)
 3. Kjötið látið aðeins jafna sig og skorið í þunnar sneiðar

Pítusósa

 1. Hlutföllin í þessari sósu eru svona meira eftir tilfinningu. Ekki er nauðsynlegt að velja allt sem talið er upp í Hráefni heldur nota það sem er til í það og það skiptið. Byrja á því að setja gríska jógúrt og/eða sýrðan rjóma í skál og hræra. Pressa síðan hvítlauk og bæta söxuðu fersku kryddi við. Setja smá hunang, soja og lime og smakka til. Krydda síðan og smakka. Athuga að setja ekki of mikið af kryddi – alltaf auðvelt að bæta við
 2. Gott að láta sósuna jafna sig í a.m.k. klukkutíma inni í kæli

 

Grænmeti og samsetning

 1. Skera niður grænmeti og setja á fat
 2. Pítubrauðin eru skorin til hálfs og grænmeti, sósu og kjöti raðað ofan í brauðin

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*