BBQ sósa – auðveld

BBQ sósa - auðveld

 • Servings: /Magn: 4 dl
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftina fann ég í sænsku blaði. Heba dóttir mín heldur mikið upp á BBQ sósur og fannst mér upplagt að geta búið til eigin sósu og vita um leið hvað í henni er.

Forvinna

Búa til sósuna og stinga henni inn í ísskáp.

Hráefni

 • 1 gulur laukur – fínsaxaður
 • 2 hvítlauksrif – fínsöxuð
 • 1 chili – fræhreinsað og fínsaxað
 • 2 lárviðarlauf
 • 2 tsk cummin
 • 1 msk paprikuduft
 • 2 msk olía
 • 1 dl tómatpúrra
 • 1 dl eplacider
 • 2 dl dökkur muscovadosykur (fæst t.d. í Fjarðarkaupum)
 • 1 msk HP-sósa
 • 1 tsk salt

Verklýsing

 1. Laukur, hvítlaukur, chili og lárviðarlauf sett í pott og steikt í olíunni á lágum hita – ekki láta laukinn verða dökkan heldur meira glæran
 2. Afgangi af hráefnunum bætt við og látið sjóða á vægum hita í 20 mínútur – hrært í öðru hvoru
 3. Látið kólna, lárviðarlauf tekin upp úr og sósunni hellt í flösku eða krukku með loki. Hægt að mixa sósuna í matvinnsluvél til að hafa hana sléttari
 4. Geymt í kæli

Á vel við

Gott með allskyns kjöti og grillmat, t.d. rifjum eða hamborgurum.

IMG_1921FullSizeRender[5]

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*