Bláberjakúlur – einfalt og gott

Súkkulaðihúðuð bláber

  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Um daginn fékk ég svona hjá vinkonu minni og fannst það svo gott. Fyrir þá sem vilja t.d. fá sér ögn af súkkulaði með kaffinu. … er sniðugt að eiga svona í kælinum.  Líka tilvalið til að punta upp á eftirréttardiskinn eða bara til þess að eiga ef sætuþörfin gerir vart við sig.

Hráefni

  • 1 box fersk bláber
  • Suðusúkkulaði – u.þ.b. 250 g

Verklýsing

  1. Bláberin skoluð og látin þorna vel – ef þau eru blaut, þegar þeim er dýft ofan í súkkulaðið, fer súkkulaðið í kekki
  2. Súkkulaði sett í skál og hitað yfir heitu vatnsbaði.  Yfirleitt er góð regla að bræða helminginn fyrst – lækka svo hitann og bæta svo hinum helmingnum við og láta allt bráðna saman.  Þá eru meiri líkur á að súkkulaðið sé temprað (súkkulaði temprað) – það heldur gljáa sínum og nær að storkna á berjunum. Ég byrja alltaf á að bræða u.þ.b. 70 g og bæti svo 70 g við – og síðan meiru eftir þörfum
  3. Oft set ég nokkur ber í einu og nota svo töng til að taka hvert og eitt upp úr.  Það má líka nota litla skeið en þá finnst mér betra að vera með tvær til að færa á milli og læt umfram súkkulaðið leka aftur í skálina.  Berin sett á bökunarpappír og látin jafna sig á meðan fleiri berjum er dýft ofan í.  Áður en súkkulaðið storknar eru berin færð yfir með töng á annan bökunarpappír.  Ath. þetta er ekki nauðsynlegt en þá myndast minni botn á berjunum – súkkulaðið, sem verður eftir á fyrri bökunarpappírnum, er svo tekið með sleikju og sett aftur ofan í skálina
  4. Berin sett í kæli og geymd þar

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*