Home » Eftirréttur sem uppfyllir öll skilyrðin

Eftirréttur sem uppfyllir öll skilyrðin

Góður, fljótlegur, frískandi og hollur eftirréttur

  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Það er nú ekki oft sem eftirréttur er fljótlegur, fallegur, góður og ekki fullur af sykri.  Ég hef boðið upp á þennan nokkrum sinnum og fæ yfirleitt samdóma álit um að hann sé mjög góður í maga … sérstaklega eftir þunga máltíð.

Hráefni

  • Grísk jógúrt – t.d. lífræn frá Bíó Bú eða Örnu
  • Fersk jarðarber og granatepli (ekki nauðsynleg)
  • Hunang
  • Skraut eins og t.d. rifið suðusúkkulaði, fersk mynta eða/og súkkulaðihjúpuð bláber

Verklýsing

  1. Jógúrt sett í botn á skál og aðeins af hunangi dreift yfir.  Fersk jarðarber (heil eða niðurskorin) sett ofan á eða til hliðar
  2. Fallegt að skreyta með ferskri myntu og rífa aðeins af suðusúkkulaði yfir.  Ef til eru  súkkulaðihjúpuð bláber þá gera þau heilmikið fyrir réttinn

 

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*