Djúpsteiktar fröllur – extra góðar

Franskar kartöflur - tvídjúpsteiktar

  • Servings: 6-8
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það er alltaf smá spari þegar boðið er upp á tvídjúpsteiktar kartöflur.  Það er hins vegar ekki alveg sama hvernig þær eru steiktar. Við höfum stundum mælt hversu mikið fer af olíunni sem við notum og það er áhugavert hvað það er lítið sem fer af henni.  Það skiptir máli að steikja þær á réttu hitastigi en þá er hitamælirinn nauðsynlegt hjálpartæki.  Ef maturinn er ekki alveg tilbúinn, þegar djúpsteikingu er lokið, má geyma frönskurnar aðeins inni í ofni.

Ath.  Það er ekki nauðsynlegt að eiga djúpsteikingarpott.  Það má alveg nota djúpa pönnu.  Varast að hafa pottinn of fullan af olíu þar sem yfirborðið hækkar þegar kartöflurnar eru settar ofan í.

Hráefni

  • 2 kg kartöflur
  • Sólblómaolía (magn fer eftir stærð á potti/pönnu – nota yfirleitt 2 lítra í djúpa og stóra pönnu)
  • Salt

Verklýsing

  1. Olían hituð í 180° – 200°C.  Ef hitinn er lægri en 180°C er hætta á að meiri olía fari inn í kartöflurnar og þær verða ekki eins stökkar.  Hitinn má ekki vera mikið hærri en 200°C – þá brenna þær frekar
  2. Fyrri djúpsteiking: Best að steikja kartöflurnar í hollum – ekki setja of mikið í pottinn/pönnuna í einu. Í fyrstu umferð eru kartöflurnar djúpsteiktar í 7 mínútur og lagðar í ofnskúffu með eldhúsbréfi undir
  3. Seinni djúpsteiking: Aftur steikt í hollum í u.þ.b. 5 – 7 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru orðnar fallega brúnar. Ef langt er í matinn má bíða með seinni djúpsteikingu.  Saltað í lokin
  4. Ofninn hitaður í 100°C og þar má geyma kartöflurnar þangað til maturinn er tilbúinn

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*