Lamba prime – grillað og gott

Marineruð lamba prime á spjóti

  • Servings: 5
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Ég kaupi stundum lamba prime og set það í marineringu.  Þetta er hins vega ný aðferð þar sem kjötið er skorið niður, barið með kjöthamri og sett svo í marineringu.  Lamba prime er frekar feitt kjöt og því best að borða það vel heitt.  Í þetta skipti læt ég því kjötið ekki jafna sig, eftir að hafa verið á grillinu, heldur set ég bitana funheita beint á matarborðið.  Það er bara gaman að eiga smá afgang af þessum rétti og næla sér í bita til að stinga inn í tortillu ásamt salati.

Hráefni

  • 1 kg lamba prime
  • 1 msk ferskt rósmarín – fínsaxað
  • 2 msk ferskt timjan – fínsaxað
  • 1 hvítlauksrif – pressað eða saxað
  • 2 tsk rifinn sítrónubörkur
  • 4 msk sítrónusafi
  • 8 msk olía (2 dl)
  • Saltflögur

Verklýsing

  1. Kjötið skorið í bita og hver biti barinn með kjöthamri á báðum hliðum
  2. Krydd, olía, hvítlaukur, sítrónubörkur og safi sett í skál og blandað saman
  3. Kjötbitarnir skornir í smærri bita, settir í marineringuna og látnir standa í kæli yfir nótt
  4. Kjötið er tekið úr kælinum – gott að gera það nokkru áður og láta það ná stofuhita.  Kjötbitarnir þræddir á grillpinna
  5. Grillað á báðum hliðum og saltflögum stráð yfir í lokin.  Það er alltaf smekksatriðið hversu mikið á að steikja kjöt – þar sem þetta kjöt er fitusprengt þá finnst mér betra að það sé steikt aðeins meira en venjulega.  Ath. Vegna fitunnar getur líka logað glatt þegar kjötið er sett á grillið

Meðlæti:  T.d. ofnsteiktar eða franskar kartöflur og tzatziki sósa.  Einnig er gott að bera fram harissa með

 

Það má líka taka kjötbitana af pinnunum og bera þá fram í skál.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*