Stökkar kartöflur og gulrætur – frábært meðlæti

Gott með grillkjötinu

 • Servings: Magn/: 1 kg fyrir u.þ.b. 4 - 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Heba benti mér á þessa aðferð en hún sá þetta gert á TikTok-inu.  Við ákváðum að prófa og hef ég notað þessa aðferð síðan.  Ég veit ekki hvað matarsódinn gerir en kartöflurnar og gulræturnar verða mjög stökkar og góðar.

Hráefni

 • 1 kg kartöflur og/eða sambland af kartöflum og gulrótum (flysja yfirleitt ekki)
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk matarsódi
 • Vatn sem flýtur yfir kartöflurnar
 • 1 dl olía

 

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 250°C (yfir- og undirhiti)
 2. Kartöflur og gulrætur skornar í bita (frekar stórir bitar) – vatn hitað að suðu
 3. Þegar vatnið er farið að sjóða er saltið sett út í og því næst kartöflu- og gulrótarbitarnir
 4. Matarsódinn settur út í (suðan eykst) og soðið í 5 – 6 mínútur
 5. Kartöflurnar og gulræturnar teknar upp úr vatninu og settar í ofnskúffu – olíu hellt yfir og sett inn í ofninn
 6. Bakað í miðjum ofni í 30 mínútur – taka út á 10 mínútna fresti og hræra í. Ef uppskriftin er tvöfölduð er betra að setja í tvær ofnskúffur og láta þær skiptast á að vera fyrir ofan og neðan

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*