Hver vill ekki svona fiskrétt?

Frábær fiskur bakaður í dýrindis sósu

 • Servings: 4-6
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi fiskréttur er í uppáhaldi á heimilinu en það er sósan, sem fiskurinn bakast í, sem er alveg sértaklega góð.  Hvítkálið gerir heilmikið fyrir réttinn en svo er um að gera að bæta við því grænmeti sem hverjum og einum finnst gott. Það eru helst gulræturnar sem þurfa lengri suðu en þá er hægt að forsjóða þær – eitt skiptið skellti ég þeim í sósuna og lét þær malla aðeins þar áður en ég hellti öllu yfir fiskinn.

Forvinna

Hægt er að gera sósuna fyrr um daginn.

Hráefni

 • 800 – 900 g þorskhnakki eða annar fiskur
 • Góður biti af hvítkáli (smekksatriði hversu mikið – mér finnst gott að hafa mikið) – skorið í þunnar sneiðar
 • Niðurskorið grænmeti – smá sleppa
 • Vorlaukur – skorinn í þunnar sneiðar

 

Sósa

 • ½ dl hvítvínsedik
 • 2 dl hvítvín
 • 1 gulur laukur – smátt saxaður
 • 2 – 3 dl rjómi
 • 50 g smjör
 • Salt og pipar

Verklýsing

Sósan

 1. Edik, hvítvín og gulur laukur sett í pott – suðan látin koma upp og hitinn lækkaður. Látið malla í pottinum með loki í 7 – 12 mínútur. Vökvinn síaður frá og settur í pott – magnið ætti að vera u.þ.b. 2 dl
 2. Vökvinn hitaður og rjóma bætt við – kryddað með salti og pipar.  Smjörið sett í og látið bráðna – sósan tekin af hellunni (ath. sósan er frekar þunn)

 

Samsetning

 1. Ofninn hitaður í 180°C (blásturstillling)
 2. Fiskurinn skorinn í bita og lagðu í eldfast fat eða leirpott og hvítkálsræmum stráð yfir (annað grænmeti sett með að vild). Sósunni hellt yfir og sett í ofninn í 15 – 18 mínútur (háð stærð bitanna)
 3. Eftir að rétturinn er tekinn úr ofninum er salti og pipar stráð yfir og að lokum er vorlaukssneiðum dreift yfir. Gott með hrísgrjónum eða soðnum kartöflum og salati

 

Soð útbúið

 

Samsetning

 

 

Rétturinn með niðursöxuðum gulrótum (verður að sjóða þær aðeins áður en þær fara yfir fiskinn)

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*