Tzatziki – gott með salati og kjöti

Grísk tzatziki - gott meðlæti

 • Servings: 4 - 6
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Í Grikklandi er þessi sósa borin fram með salati en hún er einnig góð og fersk með grillmatnum.  Hægt er að gera ýmsar útfærslur eins og t.d. að bæta við rifnu grænu epli. Þetta er klárlega holl og góð sósa.

Hráefni

 • ½ gúrka – rifin fínt
 • 2 – 3 hvítlauksrif – söxað fínt eða pressuð
 • 1 tsk hvítvínsedik
 • 3 – 3½ dl grísk jógúrt
 • ½ dl góð olía
 • Ögn af hunangi
 • Nýmalaður pipar
 • Skraut: t.d. sumac, olía og/eða þurrkað óreganó

Verklýsing

 1. Gúrkan er rifin fínt og sett í klút eða sigti til að ná sem mestu af vökvanum úr. Hann má geyma og nota t.d. í drykk eða matargerð)
 2. Jógúrt, pressaður/saxaður hvítlaukur, hvítvínsedik, olía og hunang sett í skál og blandað saman. Gúrkunni bætt við og blandað saman
 3. Fallegt að skreyta með að hella aðeins af olíu yfir og/eða strá sumac eða óreganó yfir

Meðlæti: Á vel við með kjöti og/eða grísku salati.

Geymsla:  Geymist ágætlega í lokuðu íláti í kæli.

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*