Pottamúffa með kaffinu

Einfalt og gott með hindberjum og kókosbollum

  • Servings: 6 - 8
  • Difficulty: meðal
  • Print

 

Uppruni

Hér kemur múffu uppskrift sem getur líka bara verið ein stór pottamúffa.  Áttu frosin hindber, kókosbollur, hvítt súkkulaði og kransakökumassa?  Þá getur þetta ekki klikkað.  Ef eitthvað vantar má líka alveg svindla – útkoman ætti alltaf að verða góð.  Einföld og þægileg uppskrift.

Hráefni

  • 200 g smjör – við stofuhita
  • 2½ dl sykur
  • 2 egg
  • 2 dl mjólk
  • 6 dl hveiti
  • 1 tsk vanillusykur
  • 2 tsk lyftiduft
  • dl frosin hindber
  • 75 g hvítir súkkulaðidropar
  • 6 litlar kókosbollur – kramdar
  • 50 g kransakökumassi
  • Skraut: Rjómi og/eða hindber

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 175°C (blásturstilling)
  2. Sykur og smjör (ef smjörið er kalt er betra að skera það í litla bita) – hrært mjög vel saman
  3. Eggjum bætt við – einu í einu og hrært vel á milli.  Mjólk hellt út í
  4. Hveiti, vanillusykri og lyftidufti blandað saman í skál og sett saman við deigið
  5. Hindberjum, kókosbollum og súkkulaði blandað varlega saman við
  6. Deigið sett í Hönnupott eða skipt jafnt í 12 – 20 muffinsform (fer eftir stærð þeirra). Ath. betra að hafa muffinsformin stíf svo þau gefi síður eftir.  Bakað í 20 – 25 mínútur. Ef deigið er bakað í Hönnupotti þarf það að vera 50 mínútur í ofninum (gott að setja lokið á í lokin – sérstaklega ef yfirborðið er orðið dökkt). Til þess að vera viss um að kakan sé bökuð í gegn er upplagt að stinga prjóni í hana miðja – ef ekkert deig loðir við prjóninn ætti hún að vera bökuð

Meðlæti: Þeyttur rjómi…. ef þið viljið poppa hann aðeins upp má hræra ögn af rauðum matarlit saman við.

 

 

 

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*